Alþingi

Á­ætlað sam­þykki sam­þykkt

Gert verðir ráð fyrir að einstaklingur samþykki að líffæri sín séu notuð til líffæragjafar, nema hann láti aðra afstöðu í ljós.

Silja Dögg er aðalflutningsmaður frumvarpsins Vilhelm Gunnarsson

Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi í dag. Breytingin hefur það í för með sér að nú verður gert ráð fyrir því að einstaklingur samþykki að líffæri sín séu notuð til líffæragjafar, nema hann lýsi sig sérstaklega á móti því. Þá geta nánustu aðstandendur einnig hafnað því að líffærin séu notuð til líffæragjafar.

Hlutfall líffæragjafa í þeim löndum sem áætla samþykki líffæra gjafa er að jafnan um 90 prósent, á meðan lönd sem áætla neitun hafa hlutfall allt niður í 15 prósent, samkvæmt bandarískri rannsókn.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, er aðalflutnignsmaður frumvarpsins. Þá segir í greinagerð að frumvarpinu liggi til grundvallar sú afstaða að eðlilegt sé að ganga út frá því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa þeim sem þurfa líffærin sín að sér látnum.

Þó er gert ráð fyrir því að brottnám líffæra úr einstaklingi sem hefur lýst sig andvígan því eða ætla megi að hann sé andvígur því verði áfram óheimilt. Skiptir í því ekki máli með hvaða hætti afstaðan er gefin upp, hvort sem það er í gegnum gagnagrunn Embætti landlæknis sem finna má inn á heimasíðu embættisins, eða í samtali við nákomna. Þá ætti ekki að nema brott líffæri einstaklings sem að öðrum sökum má ætla að hann sé því andvígur, t.d. af trúarlegum ástæðum. Þá geta nánir aðstendur hafnað því að líffæri hins látna séu notuð til líffæragjafar, jafnvel þó hinn látni hafi látið í ljós jákvæða afstöðu.

Í upprunalegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að ekki væri hægt að nema líffæri úr látnum einstaklingi nema hann væri sjálfráða. Við meðferð málsins á Alþingi var textanum breytt, með vísun í að ákvæðið girti fyrir mikilvægar líffæragjafir barna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Alþingi

Stíft fundað um veiðigjaldahnútinn

Alþingi

Líkur á breyttu veiði­gjalda­frum­varpi

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Innlent

Björg­ólfur Thor endur­skapar aldar­gamlan glæsi­leika lang­afa

Auglýsing