Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er málshefjandi að sérstakri umræðu um barnaverndarmál á Alþingi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra veitir andsvör.

Þórhildur Sunna segir að það sé neyðarkall eftir úrræðum fyrir börn í vanda Fréttablaðið/ Sigtryggur

Barnaverndarmál á Íslandi eru í ólestri og hafa verið það um nokkurt skeið,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Sunna fjallaði um heildarendurskoðun á barnaverndarmálum sem Ásmundur Einar hafi boðað, og sagði að ekki sé sjáanlegt að sú vinna sé hafin frá því að tilkynnt var um heildarendurskoðun í febrúar síðastliðin. 

Þórhildur var málshefjandi á sérstakri umræðu um barnaverndarmál á Alþingi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og þingmaður Framsóknar, var til andsvara. 

Þórhildur spurði einnig hvort að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnarverndarstofnunar, sé hæfur til að leiða vinnu við heildarendurskoðun á barnaverndarmálum og til að vera fulltrúi Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Velferðarnefnd Alþingis fjallaði ítarlega um mál Braga, en hann er sagður hafa skipt sér af barnaverndarmálum með óeðlilegum hætti. Bragi er sagður hafa beitt sér fyrir því að maður fengi að hitta dætur sínar sem hann var grunaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Bragi og faðir mannsins þekktust frá liðinni tíð.


Þórhildur Sunna spyr ráðherra út í störf Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu Mynd/Barnaverndarstofa

Þá sagði Þórhildur að það sé neyðarkall eftir úrræðum og segir að einungis tvö langtímavistunarúrræði séu starfrækt á landinu fyrir börn í vanda. Hún sagði ástæðuna fyrir því vera skortur á fjármagni, skorti á mannafla og skorti á framtakssemi.

Þórhildur Sunna spurði ráðherra hvernig skuli tryggja að niðurstaða heildarendurskoðunarinnar verði sem best fyrir notendur þjónustunnar, þ.e. börn.

Ásmundur svaraði, og sagði vinnuna hafi formlega farið á stað með ráðstefnu sem haldin var í maí síðastliðin. Þar hafi komið saman 350 til 400 aðilar úr barnaverndarstarfi á Íslandi og rædd helstu áhersluatriði sem þyrfti að breytast í barnaverndarstarfi á Íslandi. Nú sé unnið upp úr niðurstöðum ráðstefnunnar og sagði Ásmundur að nýta eigi þá vinnu til frekari úrbóta.

Ásmundur sagði að nýverið hafi verið ráðinn verkefnastjóri yfir heildarendurskoðun barnaverndarmála á Íslandi, Erna Kristín Blöndal, og mun skipuleggja vinnu endurskoðunarinnar. Þá bætti hann við að stefnt sé á að láta vinnuna í hendur þverpólitískrar nefndar þegar endurskoðunin er lengra komin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bragi í árs­leyfi frá Barna­verndar­stofu

Stjórnmál

Segir Braga ekki hafa brotið af sér í starfi

Innlent

Minnisblað: Bragi fór út fyrir starfssvið sitt

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Auglýsing