Dómsmál

Barna­verndar­stofa sýknuð í máli Freyju

Héraðs­dómur Reykja­víkur sýknaði í dag Barna­verndar­stofu í máli sem Freyja Haralds­dóttir höfðaði á hendur stofnuninni. Stofan synjaði beiðni Freyju um að gerast varan­legt fóstur­for­eldri.

Barnaverndarstofa synjaði beiðni Freyju um að gerast varanlegt fósturforeldri.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Barnaverndarstofu í máli sem Freyja Haraldsdóttir höfðaði gegn stofnuninni. Stefndi Freyja stofunni fyrir að hafa neitað henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Taldi hún að brotið væri á mannréttindum sínum.

„Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Fréttablaðið á síðasta ári.

Freyja hlaut samþykki frá barnavernd í sveitarfélagi sínu, Garðabæ, til þess að gerast varanlegt fósturforeldri. Barnaverndarstofa hafnaði hins vegar beiðninni og vildi Freyja meina að hún hefði ekki hlotið réttláta meðferð og ekki verið látin fara í gegnum sama ferli og aðrir sem sækja um að verða fósturforeldrar.

„Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ sagði Freyja í samtali við Fréttablaðið þegar aðalmeðferð málsins fór fram.

Bragi vildi á síðasta ári ekki tjá sig um málsástæður Barnaverndarstofu en sagði að þær myndu allar koma fram fyrir aðalmeðferð málsins. Hún fór fram 20. apríl síðastliðinn og var dómur kveðinn upp í málinu í dag klukkan 13.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Mannréttindi

Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir

Innlent

Aðalmeðferð í máli Freyju í dag

Dómsmál

Mikil­vægt að finna fyrir stuðningi í bar­áttu sinni

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Auglýsing