Innlent

Björg­ólfur Thor endur­skapar aldar­gamlan glæsi­leika lang­afa

Endur­bótum á Frí­kirkju­vegi 11 er að ljúka. Hvergi var til sparað enda lagði Björg­ólfur Thor Björg­ólfs­son, ofur­kapp á að endur­skapa al­dragömul flott­heit hússins þegar Thor Jen­sen, lang­afi hans, bjó þar. Orð­rómur um að Pi­casso-verk hangi þar á vegg á þó ekki við rök að styðjast.

Björgólfur Thor hefur lagt mikið upp úr því að endurheimta glæsileika Fríkirkjuvegar 11 eins og hann var þegar Thor Jensen bjó í húsinu. Fréttablaðið/Samsett

Endurbótum á Fríkirkjuvegi 11, hinu gamla óðali athafnamannsins Thors Jensen, er svo gott sem lokið. Barnabarnabarn Thors, Björgólfur Thor Björgólfsson, á húsið og hefur lagt ofurkapp á að endurskapa aldargamlan glæsileikann sem einkenndi hýbíli langafa hans.

Framkvæmdir hófust í húsinu fyrir þremur árum og nú sér loks fyrir endann á þeim og aðeins tímafrekri málningarvinnu er ólokið.

„Það er aðeins lokafrágangur á einhverju smotteríi eftir innandyra,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors. „Þetta er marmaramálning sem er ákaflega tímafrek og það er eitthvað eftir af henni.“

Þeir sem séð hafa segja húsið vera orðið ákaflega tilkomumikið og sá kvittur er jafnvel kominn á kreik að þar hangi á vegg Picasso-verk, metið á milljarða. Ragnhildur kannast þó ekki við að sá gamli meistari sé mættur.

„Nei, nú held ég fólk sé að fara eitthvað fram úr sér. En þetta er andskoti góð saga og skemmtilegt ef hún væri sönn. Picasso við Tjörnina og svona,“ segir Ragnhildur og hlær.

Tölvuteikningin sem sýnir ganginn fyrir breytingar. Stiginn sem lá milli 1. og 2. Hæðar var tekinn niður og er varðveittur í sérstakri geymslu. Annar var smíðaður í hans stað, frá 1. hæð og niður á jarðhæð. Endurbæturnar á Fríkirkjuvegi 11 hófust fyrir þremur árum. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt, stjórnaði verkefninu og sagði á sínum tíma að þessu verkefni fylgdi mikil ábyrgð.

Hermt er að húsið prýði sérinnfluttur marmari frá Ítalíu en Ragnhildur segir að þar sé ekki allt sem sýnist. Vissulega sé marmari á hluta gólfs jarðhæðar en annars er timbur í gólfinu eins og forðum.“

Á veggjunum er hins vegar víða marmaramálning en ekki marmari þannig að ekki er allt sem sýnist. Ragnhildur segir mikla snillinga koma að marmaramálningunni en þessi háttur hafi verið hafður á fyrir einni öld og mikil áhersla sé lögð á að notast við gömlu vinnubrögðin.

Glæsilegasta íbúðarhús landsins

„Húsið er gert upp í samræmi við aldur þess. Ég held, svei mér þá, að það hafi bara verið 110 ár í gær síðan Thor Jensen flutti inn í þetta hús með fjölskyldu sína.

Þannig að það er vissulega mjög mikið lagt í endurgerðina og alveg ótrúlegt að sjá vinnubrögðin þarna.“

Og það er ekki einungis gólfin sem fá 110 ára gamla meðferð með málaðri marmarameðferð. „Veggþiljurnar hérna eru málaðar eins og í gamla daga. Þá var settur upp viður sem var síðan málaður eins og dýrindis eik og það er farin nákvæmlega sama leið núna. Þetta er mjög, mjög tímafrekt en alveg gríðarlega fallegt,“ segir Ragnhildur.

„Það er alveg ofboðslega vinna í þessu húsi og handtökin mörg en það styttist í að fólk komist þarna inn og geti barið þetta augum.“

Thor Jensen lét reisa Fríkirkjuveg 11 árið 1907 og þótti það þá glæsilegasta íbúðarhús landsins. Í því voru til dæmis rafmagns- og vatnslagnir sem voru alger nýjung á þeim tíma. 

Þá þykir innra byrði hússins bera bestu iðnkunnáttu byggingartímas skýrt vitni. Og því gamla handverki er sýndur fullur sómi við endurgerðina og endurheimt aldargamals glæsileika.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Alþingi

Á­ætlað sam­þykki sam­þykkt

Bílar

Ódýrasta skemmtunin

Dómsmál

Barna­verndar­stofa sýknuð í máli Freyju

Auglýsing