Erlent

Fjögurra ára þakkar vörubílstjóra fyrir nærgætnina

Myndband af barnungri stúlku á reiðhjóli hefur vakið mikla athygli á Bretlandseyjum.

Stúlkan hefur brætt marga með framkomu sinni. Skjáskot/BBC

Myndband af barnungri stúlku á reiðhjóli sem þakkar vörubílstjora fyrir nærgætni við framúrakstur hefur vakið mikla athygli á Bretlandseyjum. BBC greinir frá.

Rhoda Jones er aðeins fjögurra ára gömul. Á myndbandinu má sjá stúlkuna á tengihjóli en það er pabbi hennar sem dregur. Þau eru frá Skotlandi.

Þegar stór vörubíll víkur myndarlega við framúrakstur sést litla stúlkan rétta þumalinn í átt að bílstjóranum. „Takk fyrir“ segir hún um leið.

Tom Jones, faðir stúlkunnar segir við BBC að hann hefði getað sett á netið fjöldamörg dæmi þar sem bílar fara ógætilega í námunda við hjólreiðamenn. Þetta hafi hins vegar verið kennslubókardæmi um hvernig standa á að framúrakstri.

Fjölskyldan hefur ferðast vítt og breitt um landið á reiðhjólum, með börnin sín þrjú. Þau eru Thomas Ivor níu ára, Ruth fimm ára og Rhoda, sem varð fjögurra ára í apríl.

Tom segir að Rhodu sé mjög annt um það hvernig bílar taki fram úr. Hún sé þakklát þegar þeir víkja vel en geti gefið frá sér starandi augnarráð þegar bílstjórar stefna fjölskyldunni í hættu.

Á myndbandið hefur verið horft um 700 þúsund sinnum, samkvæmt frétt BBC.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Erlent

Indverjar banna einnota plast innan þriggja ára

Erlent

Leið­toga­fundurinn á lúxus­hóteli í Singa­púr

Auglýsing

Nýjast

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Innlent

Björg­ólfur Thor endur­skapar aldar­gamlan glæsi­leika lang­afa

Auglýsing