Bílar

Fór 1.298 km rúnt á tankinum

Eyðsla bílsins á þessari leið um evrópska vegi var 3,8 lítrar, enda var tankurinn ekki tómur á leiðarenda. Þessum tiltekna Skoda Octavia bíl hefur verið ekið 695.000 kílómetra og virðist hann eiga nóg eftir.

Kemst langt þó gamall sé og eyðir enn afar litlu eldsneyti.

Þessi fyrsta árgerð Skoda Octavia af árgerð 1998 með 1,9 lítra dísilvél fór 1.298 km leið um daginn á milli London og Nürburgring brautarinnar í Þýskalandi og til baka. Octavia bíllinn er með 60 lítra tanki og það dugar honum til að komast næstum allan hringinn kringum Ísland samkvæmt þessu. Eyðsla bílsins á þessari leið um evrópska vegi var 3,8 lítrar, enda var tankurinn ekki tómur á leiðarenda. Þessi tiltekni Skoda Octavia bíll hefur verið ekið 695.000 kílómetra og virðist eiga nóg eftir. 

Ferðin á milli London og Nürburgring brautarinnar tók 24 klukkustundir og ímynda má sér að þreyttir bílstjórar hafi stigið úr bílnum á leiðarenda. Tilgangur ferðarinnar var að sýna hversu lág eyðsla þessa bíls er og að gamlir bílar þurfi ekki að vera úr sé gengnir eða að eyðsla þeirra hafi aukist að ráði með aldrinum. Það voru starfsmenn CarThrottle bílavefsíðunnar sem gerðu sér þetta að leik.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Bílar

Ódýrasta skemmtunin

Bílar

Arctic Trucks fór endilangan Grænlandsjökul

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing