Erlent

Indverjar banna einnota plast innan þriggja ára

„Þær ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa áhrif á framtíð okkar allra,“ segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fjölmennasta ríki heims.

Modi skrifar í gestabók í opinberri heimsókn sinni til Singapúr, á laugardaginn. Getty Images

Indverjar munu banna notkun á öllu einnota plasti innan þriggja ára. Þetta hefur Narendra Modi, forsætisráðherra landsins, tilkynnt. Um er að ræða metnaðarfyllstu áætlun gegn plastmengun sem nokkurt ríki hefur gripið til en 60 lönd á heimsvísu hafa boðað áætlun um að draga úr plastnotkun. The Guardian greinir frá þessu.

Indverjar eru fjölmennasta þjóð heims, með 1,3 milljarða manna en ekkert hagkerfi í heiminum stækkar hraðar. „Þær ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa áhrif á framtíð okkar allra,“ sagði Modi á þriðjudag. „Ákvarðanirnar eru ef til vill ekki léttvægar en með vitundarvakningu, nýrri tækni og sameinuðu átaki á heimsvísu, er ég viss um að við getum breytt rétt. Berjumst öll gegn plastmengun og gerum plánetuna okkar að betri stað.“

Plastmengun er mikil við Indlandsstrendur, eins og þessi mynd ber með sér. Getty Images

Á alþjóðadegi umhverfisins, sem var í gær, birtu Sameinuðu þjóðirnar skýrslu þar sem teknar voru saman aðgerðir þjóða gegn plastmengun. Plastpokar verða bannaðir í Kenía og frauðplast í Sri Lanka, svo dæmi séu tekin. Guardian segir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið gagnrýnd fyrir metnaðarleysi þegar kemur að stefnu landsins í þessum málum, en hún hefur boðað að dregið verði eins og hægt verði úr losun á plasti fyrir árslok 2042. Þó kemur fram að skattur á einnota plastpoka hafi dregið mjög úr notkun þeirra.

Afgreiðslumaður raðar matvörum í poka í stærstu verslanakeðju Indlands. Pokar úr plasti munu brátt heyra sögunni til í landinu, gangi áformin eftir. Getty Images

Plastmengun fyrirfinnst út um allan heim en mengunin er gífurleg í Asíu. Örplast er farið að mælast í neysluvatni og matvælum víða um heim. Áhrifin á heilsu fólks eru óljós en hvalir, fiskar og fuglar líða sums staðar mjög fyrir mengunina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Erlent

Fjögurra ára þakkar vörubílstjóra fyrir nærgætnina

Erlent

Leið­toga­fundurinn á lúxus­hóteli í Singa­púr

Auglýsing

Nýjast

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Innlent

Björg­ólfur Thor endur­skapar aldar­gamlan glæsi­leika lang­afa

Auglýsing