Lögreglan

Leita að vitnum vegna glæfra­aksturs öku­níðings

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu leitar vitna vegna eftr­farar sem átti sér stað í nótt.

Maðurinn var á tíma á 170 til 190 kílómetra hraða. Fréttablaðið/Ernir

Lögreglan óskar eftir vitnum að eftirför sem átti sér stað í nótt. Þá veitti lögregan ljósbrúnum Skoda Octavia eftirför um borgina. Lögreglan hafði viljað ná tali af ökumanni bílsins sem virti ekki stöðvunartilraunir og gaf í. 

Hófst eltingarleikurinn á Miklubraut en því næst var ekið um Ártúnsbrekku, Vesturlandsveg að Bauhaus þar sem ökumaðurinn sneri við og ók Ártúnsbrekkuna í annað skiptið og í átt að Miklubraut. Þar ók hann umhverfis Kringluna, að Háaleitisbraut og aftur austur Vesturlandsveg, Mosfellsbæ og Þingvallaveg.

Eltingarleiknum lauk í Hvalfirði við Meðalfellsveg, hvorki meira né minna, en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá var hraði hans oft á bilinu 170-190 kílómetra hraða, að því er fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu í morgun.

Allir þeir sem urðu vitni að atvikinu eru beðnir um að senda lögreglu tölvupóst á netföngin 0436@lrh.is eða 0725@lrh.is – helst með stuttri lýsingu á hvað viðkomandi sá. Einnig er hægt að senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins: www.facebook.com/logreglan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglan

Eltu öku­níðing frá Miklu­braut inn í Hval­fjörð

Lögreglan

Réðst á mann með reiðhjóli

Lögreglan

Brotist inn í kaffi­hús við Lauga­læk

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing