Erlent

Leið­toga­fundurinn á lúxus­hóteli í Singa­púr

Fundur Kim Jong-un og Donalds Trump mun fara fram á fimm stjörnu lúxus­hóteli á eyjunni Sentosa í Singa­púr. Mikil eftir­vænting er fyrir fundinum sem fer fram 12. júní.

Fundurinn fer fram 12. júní næstkomandi. Nordicphotos/AFP

Hvíta húsið staðfesti í gær að fyrirhugaður fundur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, færi fram á lúxushótelinu Capella á Sentosa-eyju í Singapúr.

Upp úr slitnaði í viðræðum leiðtoganna á dögunum en kveðið hefur við góðan tón undanfarna daga. Greint hafði verið frá því að fundurinn færi fram í Singapúr en fundurinn fer fram 12. júní næstkomandi. 

Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins, greindi frá því á Twitter að Trump og Kim myndu hittast á Sentosa, sem er ein 63 eyja Singapúr. BBC greinir hins vegar frá því að báðir muni ekki gista á Capella hótelinu. 

Trump muni líklegast koma til með að gista á Shangri-La hótelinu þar sem bandarískir forsetar hafa áður dvalið. Kim er hins vegar sagður munu dvelja á St. Regis hótelinu.

Bandaríkin fara fram á að Norður-Kórea hætti allri framleiðslu kjarnavopna og er Kim sagður reiðubúinn til þess. Ágreiningur er þó sagður ríkja á milli Trump og Kim um hvernig standa skuli að afvopnavæðingunni. Um er að ræða fyrsta skipti sem leiðtogar beggja ríkja hittast.

Hótelið Capella er á Sentosa-eyju í Singapúr. Fréttablaðið/AFP
Fréttablaðið/AFP

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Trump aflýsir fundinum með Kim Jong-un

Erlent

Færir Trump mikilvægt bréf frá Kim

Erlent

Hægri hönd Kim og Pompeo funduðu í New York

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Auglýsing