Bandaríkin

Reyna að fá málið fellt niður

Harvey Weinstein kvaðst í gær saklaus er hann kom fyrir hæstaréttardómara í New York.

Harvey Weinstein. Fréttablaðið/AFP

Harvey Weinstein kvaðst í gær saklaus er hann kom fyrir hæstaréttardómara í New York. Kviðdómur ákvað á dögunum að ákæra bæri framleiðandann fyrir þrjú kynferðisbrot. Lögmaður Weinsteins, Benjamin Brafman, sagði hann aldrei hafa stundað kynlíf án samþykkis.

Rúmlega sjötíu konur hafa sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot. Mál gegn honum eru einnig til rannsóknar í Los Angeles, London og á vettvangi bandaríska alríkisins. Verði hann sakfelldur í New York á hann yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.

„Við ætlum að krefjast þess fyrir dómi að fá afhent ýmis gögn. Ef það gengur eftir gæti vel farið svo að það verði ekkert af réttarhöldunum,“ sagði Brafman við blaðamenn. Weinstein sjálfur svaraði engum spurningum. Brafman hefur áður sagt að saksóknarar í málinu séu undir ósanngjörnum pólitískum þrýstingi. Þeim finnist þeir þurfa að ná fram sakfellingu vegna þess hversu mikla umfjöllun mál Weinsteins hafa fengið vegna #MeToo-hreyfingarinnar. –

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Þurfti ekki að baka fyrir samkynja par

Bandaríkin

Hleypti af skotum í San Diego mara­þoninu

Bandaríkin

Segir Trump geta náðað sig en muni ekki gera það

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing