Dómsmál

Sakarkostnaður sexföld sektin

Héraðsdómur Austurlands.

Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í síðasta mánuði dæmdur til greiðslu 110 þúsund króna sektar vegna ölvunaraksturs. Maðurinn hafði ekið bifreið sinni utan í kyrrstæða bifreið í Fjarðabyggð.

Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn látinn blása í vínandamæli og mældist áfengismagn í útblæstri 2 prómill. Maðurinn sagði að hann hefði drukkið einn bjór og krafðist sýknu á þeim grundvelli að hann hefði neytt áfengis eftir að akstri lauk. Slysið hefði mátt rekja til þess að hann missti bita af hákarli frá sér sem hann var að snæða undir stýri. Blóðsýni sem tekin voru úr manninum leiddu í ljós að áfengismagn í blóði mældist yfir 1,6 prómill.

Maðurinn var sviptur ökuréttindum í tíu mánuði og dæmdur til greiðslu rúmlega 640 þúsund króna sakarkostnaðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Barna­verndar­stofa sýknuð í máli Freyju

Dómsmál

Milduðu dóm yfir konu sem beitti börn sín fimm of­beldi

Dómsmál

Dæmt um lög á verkfall BHM í Strassborg

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing