Alþingi

Sendi for­manni þing­flokksins pillu úr sæti sínu

Rósa Björk gluggaði í Darkest Hour undir ræðu Bjark­eyjar Ol­sen formanns þing­flokks VG í eld­hús­dags­um­ræðum í gær. Bókin fjallar meðal annars um bar­áttu Churchill gegn friðar­samningum Breta við Hitler.

Rósa Björk er komin á kafla sex í bókinni og ber henni söguna vel.

Það vakti athygli í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gærkvöldi þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG steig í ræðustól, að Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hennar, tók upp bókina Darkest Hour og virtist hefja lestur sér til dægrastyttingar. Hafði Rósa ekki fyrir því að fela bókarkápuna og hefur þingmönnum orðið tíðrætt um bókasmekk Rósu í samtölum sín á milli í kjölfarið. 

Bókin, sem er eftir Anthony McCarten, fjallar um aðdraganda þess að Winston Churchill varð forsætisráðherra í seinni heimstyrjöldinni og segir meðal annars frá átökum hans við samflokksmenn sína og áherslu hans á að þjóðin stæði fast á hugsjónum sínum í stað þess að staðfesta friðarsamninginn við Adolf Hitler sem Arthur Neville Chamberlain, þáverandi forsætisráðherra Bretlands hafði náð og konungurinn, Georg VI hafði lagt blessun sína yfir.

Rósa leyndi ekki vonbrigðum sínum með stjórnarsamstarfið eftir flokksráðsfund VG þar sem samstarfið var samþykkt. Fréttablaðið/Stefán

Rósa Björk hefur ekki leynt vobrigðum sínum með þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Hún greiddi atkvæði gegn stjórnarþátttöku flokksins strax í upphafi og hefur reglulega gagnrýnt stjórnarsamstarfið harðlega og hvað harðast eftir stuðningsyfirlýsingu stjórnarinnar við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi fyrr í vor.

Aðspurð um bóklesturinn segir Rósa bókina mjög góða. „Ég er á kafla sex.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Alþingi

Á­ætlað sam­þykki sam­þykkt

Alþingi

Stíft fundað um veiðigjaldahnútinn

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Auglýsing