Innlent

Sex útskrifuð eftir slysið á Kjalarnesi

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru enn þrír á Landspítalanum, þar af er einn á legudeild og tveir á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Kjalarnesi í gær. Sex hafa verið útskrifaðir.

Níu voru fluttir á Landspítalann í gær Fréttablaðið/GVA

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru enn þrír á Landspítalanum, þar af er einn á legudeild og tveir á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Kjalarnesi í gær. Sex  af þeim sem voru flutt í gær á spítalann hafa verið útskrifuð.

Slysið átti sér stað á áttunda tímanum í gærkvöldi en þar lentu saman fólksbíll og sendibíll sem voru á leið úr gagnstæðri átt.

Ökumaður fólksbílsins, karlmaður á fertugsaldri, er látinn. Maðurinn var erlendur ríkisborgari sem búsettur var hér á landi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. 

Níu manns voru í hinum bílnum og voru allir fluttir á slysadeild, fjórir þeirra á gjörgæslu, alvarlega slasaðir.

Lögreglan óskar í tilkynningu til fjölmiðla eftir vitnum að árekstrinum, sem átti sér stað skammt frá Enni, og eru þau beðin að hafa samband í síma 444 1000 eða á netfangið stella.mjoll@lrh.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Alvarlegt slys á Kjalarnesi

Innlent

Hinn látni karlmaður á fertugsaldri

Innlent

Einn látinn og níu slasaðir eftir harðan á­rekstur

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing