Innlent

Sunna Elvira: „Í dag er ég út­skrifuð“

​Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem slasaðist á Spáni snemma á þessu ári birti opna færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún fagnar því að vera útskrifuð af legudeild Grensás.

Sunna Elvira slasaðist á Spáni fyrir fjórum og hálfum mánuði Fréttablaðið/Ernir

Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem slasaðist á Spáni snemma á þessu ári birti opna færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segist útskrifuð af legudeild Grensás og að hún og dóttir hennar séu fluttar saman í litla íbúð þar sem þær munu sjá um sig sjálfar.

Í færslunni segir hún að henni hafi ekki órað fyrir því að hún kæmist á svona góðan stað þegar hún vaknaði eftir slysið og að hún hefði aldrei getað náð slíkum bata án stuðnings foreldra og vinkvenna sinna.

„Mig óraði ekki fyrir að ég gæti nokkurn tímann komist á svona góðan stað þegar ég vaknaði upp á gjörgæslu öll aum og ringluð, fann ekki fyrir fótunum og gat mig hvergi hreyft,“ segir Sunna í færslu sinni.

Færslan sem birt var á Facebook fyrr í kvöld er aðgengileg hér að neðan.

Sunna var flutt heim með sjúkraflugi fyrir rúmum mánuði síðan. Sjá einnig: Segir batahorfur Sunnu engar

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sigurður játaði sök að hluta

Innlent

Rann­saka hvort Sigurður hafi valdið slysinu

Innlent

Sigurður keypti fíkniefnin á Benidorm

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Auglýsing