Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Þing­mönnum berast nú í hrönnum skila­boð frá raf­rettu­not­endum, „veipurum“, vegna frum­varps á Al­þingi. Heita því margir að kjósa ekki þá flokka aftur sem beita sér í þágu frum­varpsins.

Bryndís Haraldsdóttir segir að skilaboð frá veipurum séu líklegast orðin á annað hundrað í pósthólfi hennar.

Pósthólf fjölda þingmanna logar þessa stundina og hrannast inn skilaboð frá ósáttum notendum rafretta. Svo virðist sem um samstillt átak sé að ræða, en rafrettunotendurnir, eða veiparar eins og þeir eru gjarnan kallaðir, láta nú fjölmargir í ljós óánægju sína með frumvarp sem tekið verður fyrir í annarri umræðu í þinginu í dag. Boðuð hafa verið mótmæli á þingpöllum og á Austurvelli.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem hefur fengið fjölda skilaboða á netfang sitt. 

Á annað hundrað skilaboða í pósthólfinu

„Þau eru mjög dugleg að senda skilaboð,“ segir Bryndís í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að skilaboðin eða tölvupóstarnir séu ábyggilega farnir að telja á annað hundrað. Hún var stödd í Vilníus, höfuðborg Litháens, þegar Fréttablaðið náði tali af henni, og var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, með henni í för. Bryndís sagði hana hafa sömu sögu að segja.

Hún segir að inntakið sé nokkuð sambærilegt í öllum tölvupóstunum. Þar sé því heitið að viðkomandi muni ekki kjósa þann flokk sem tekur afstöðu með frumvarpinu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að mikilvægt sé að almenningur geti verið í tengslum við þingmenn en að öllu megi nú ofgera. Kann hún veipurum litlar þakkir fyrir þann fjölda pósta sem henni hafa borist.

Frumvarpið felur í sér takmörkun á notkun rafretta við átján ára aldur. Þannig megi ekki selja börnum yngri en átján ára rafrettur eða áfyllingar. Einnig felur það í sér takmörkun á skammtastærðum og hámarksstyrkleika. Einnig verði óheimilt að selja áfyllingar sem innihalda ákveðin aukaefni fari svo að frumvarpið verði að lögum.

Fjölmenna í mótmælum á þingpöllum

Kári Gautason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, vekur á athygli á skilaboðaflóðinu frá rafrettunotendunum reiðu.

„Pro tip: Þegar þú ert í samfélagsmiðla og tölvupósts umsátri á stjórnmálaflokka útaf veipum (nei það er ekki verið að banna þær!). Þá er ekki góð taktík að senda hernaðaráætlunina með.“

Kári birtir síðan mynd af skilaboðum, sem eru sýnilega ætluð þingmönnum, og gefa það til kynna að um samstillt átak sé að ræða. Sameiningaraflið mun vera Facebook hópur fyrir rafrettunotendur, eða veipara á Íslandi, og lýkur textanum á þeim skilaboðum að viðkomandi muni ekki kjósa þann flokk sem beitir sér fyrir frumvarpinu.

Stór hópur hefur ákveðið að fjölmenna á þingpalla og á Austurvöll til þess að sýna andstöðu við frumvarpið en önnur umræða um það hefst í kringum klukkan 16 í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Rafrettur

Svandís vill lögleiða rafrettur

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Auglýsing

Nýjast

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Innlent

Björg­ólfur Thor endur­skapar aldar­gamlan glæsi­leika lang­afa

Alþingi

Á­ætlað sam­þykki sam­þykkt

Bílar

Ódýrasta skemmtunin

Auglýsing