Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

​„Veiparar“ eru nú mættir til mótmæla við Alþingishúsið. Einnig hefur stór hópur hefur boðað komu sína á palla Alþingis í kvöld um klukkan 19.30 þegar stendur til að önnur umræða fari fram um nýtt frumvarp um rafrettur og áfyllingar á rafrettur.

„Veiparar“ við Alþingishúsið fyrr í dag Fréttablaðið/Stefán

Veiparar“ eru nú mættir til mótmæla við Alþingishúsið. Einnig hefur stór hópur hefur boðað komu sína á palla Alþingis í kvöld um klukkan 19.30 þegar stendur til að önnur umræða fari fram um nýtt frumvarp um rafrettur og áfyllingar á rafrettur.

Frumvarpið felur í sér takmörkun á notkun rafretta við átján ára aldur. Þannig megi ekki selja börnum yngri en átján ára rafrettur eða áfyllingar. Einnig felur það í sér takmörkun á skammtastærðum og hámarksstyrkleika. Einnig verði óheimilt að selja áfyllingar sem innihalda ákveðin aukaefni fari svo að frumvarpið verði að lögum.

Fyrr í dag fylltust pósthólf fjölda þingmanna af mótmælaskilaboðum frá ósáttum notendum rafretta. Þar virðist hafa verið um samstillt átak að ræða. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem fékk marga slíka tölvupósta og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

Sjá einnig: „Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Í viðburði fyrir mótmælin á Facebook, sem titlaður er „Burt með vape frumvarpið“ segir að með því að með því að samþykkja frumvarpið sé „vape“ sama sem og dautt á Íslandi og með því heilsa tugþúsunda Íslendinga í hættu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Heilbrigðismál

Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt

Heilbrigðismál

Segja frumvarp um rafrettur styrkja stöðu sígarettunnar

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Live story

Í beinni

Live story

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Auglýsing