#MeToo

Weinstein neitar alfarið sök

Harvey Weinstein var leiddur fyrir dóm í dag. Hann gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm sé hann fundinn sekur. Rúmlega 70 konur hafa stigið fram og tjáð sig um samskipti sín við Weinstein.

Weinstein neitar allri sök Nordic Photos/Getty

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var leiddur fyrir dóm í New York- fylki í Bandaríkjunum í dag. Hann er ákærður fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og á yfir höfði sér 25 ára fangelsi sé hann fundinn sekur. Weinstein neitar alfarið sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konu án samþykkis.

Rúmlega 70 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um að ganga fram með óviðeigandi hætti í sinn garð. Konurnar sem stigu fram og ásökuðu Weinstein komu hinni margrómuðu #MeToo- byltingu af stað í Bandaríkjunum.

Lögmaður Weinsteins hefur sagt fjölmiðlum að þeir ætlist að verjast ákærunum með kjafti og klóm, en lögmaðurinn hefur einnig sagt saksóknarar í fylkinu hafi verið undir miklum pólitískum þrýstingi að ákæra Weinstein.

Weinstein er frjáls ferða sinna að mestu á meðan réttarhöld standa yfir, en hann hefur látið eftir eina milljón bandaríkjadala í tryggingu ásamt því að ganga með ökklaband.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Wein­stein á­kærður fyrir tvær nauðganir

Erlent

Höfðar mál gegn fyrir­tæki Wein­stein

Erlent

Ætla að hand­taka Wein­stein á morgun

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Eldur í hóteli í miðborg Lundúna

Innlent

„Veiparar“ mót­mæla við Al­þingi

Alþingi

„Barna­verndar­­mál á Ís­land eru í ó­­­lestri“

Innlent

„Íslendingar kunna ekki að lesa leiðbeiningar“

Bílar

Yfir 100 þúsund Nissan Leaf á götum Evrópu

Rafrettur

„Veiparar“ herja á pósthólf þingmanna

Auglýsing