Lífið

Fjöl­skyldu­maðurinn Cristiano Ronaldo slakar á fyrir HM

Stærsta fótboltamót í heimi hefst eftir nokkra daga, einn frægasti knattspyrnumaður heims gaf sér tíma til að halda barnaafmæli þrátt fyrir strangan undirbúning vegna HM.

Fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo hélt upp á eins árs afmæli tvíburana sinna, Evu og Mateo í rólegheitunum heima, hann undirbýr sig fyrir HM í fótbolta sem hefst 14.júní. Fréttablaðið/Instagram

Knattspyrnuhetjan Cristiano Ronaldo leikmaður spænska liðsins Real Madrid og fyrirliði portúgalska landsliðsins slakar á í faðmi fjölskyldunnar síðustu dagana fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem hefst í Rússlandi 14. júní næstkomandi. 

Fótboltagoðið hélt nýlega upp á eins árs afmæli tvíburana sinna Evu og Mateo, en þá eignaðist hann með aðstoð staðgöngumóður. Hann smellti í mynd af fjölskyldunni í tilefni dagsins og setti á Instagram, en afmælinu fögnuðu þau í rólegheitunum heima þar sem fjölskyldan buslaði saman í innilaug kappans. 

Portúgalinn er mikill fjölskyldumaður en auk tvíburana á hann soninn Cristiano Jr. sem er sjö ára og dótturina Alönu sem fæddist í nóvember í fyrra, en hann á hana með kærustunni sinni Georginu Rodriguez.

Ronaldo heldur senn til Rússlands ásamt landsliði Portúgals en fyrsti leikur þeirra er gegn Spánverjum þann 15.júní, en auk þeirra er Portúgal í riðli með Marokkó og Íran. 

Good morning ☀️ ☀️ ☀️ ☀️

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hm 2018

Skrautlegar íbúðir bíða HM-gesta í Moskvu

Lífið

Rússar skora á Ís­lendinga í strand­bolta á HM

Menning

Við komumst ekki öll á leikina á HM í Rússlandi

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Hefur 40 mínútur til að gera sig til fyrir tón­leikana í kvöld

Lífið

Fjörug vor­há­tíð í Hóla­brekku­skóla

Menning

Hljóð­maðurinn verð­launaður í vinnunni

Lífið

Nýtt útlit - líkari Barbie en Mel B

Lífið

Lúxusíbúð í Reykjavík - 104.5 milljónir

Fólk

Vellíðan karla í fyrirrúmi

Auglýsing