Lífið

Fjörug vor­há­tíð í Hóla­brekku­skóla

Sumarleyfi grunnskólanna eru handan við hornið, nemendur og kennarar um land allt eru í óða önn að kveðja veturinn og undirbúa komu sumars.

Dagskrá vorhátíðarinnar var fjölbreytt og var heilmikið fjör.

Nemendur, foreldrar og starfsfólk Hólabrekkuskóla efndu til vorhátíðar síðastliðinn þriðjudag. Margt var um manninn og var góð þátttaka foreldra og starfsmanna.

Í upphafi hátíðarinnar marseraði lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts ásamt nemendum um skólalóðina.

Börnin skemmtu sér vel enda heilmargt í boði, veltibílinn var á staðnum, biðröð var í hoppukastlana og Doktor Bæk bauð upp á yfirferð á reiðhjólum.

Boðið var upp á pulsur og andlitsmálningu, nemendur sem hefja brátt sumarfrí fóru sáttir og saddir heim að hátíðinni lokinni.

Sumarhátíðin tókst vel en hún er samstarfsverkefni foreldrafélagsins og starfsmanna skólans. Sveinn Hjörtur Guðfinsson meðstjórnandi í foreldrafélaginu smellti nokkrum myndum af hátíðinni. 

Allir lögðu sitt af mörkum til að vel tækist til.
Boðið var upp á yfirferð reiðhjóla sem var í umsjá Dr. Bæk, fjölmargir nýttu tækifærið og létu kíkja á hjólin fyrir sumarið.
Ein með öllu klikkar aldrei - jafnvel þó þær væru tvær.
Andlitsmálning er alltaf jafn vinsæl hjá yngri kynslóðinni, engin ætti samt að hræðast þennan sumardraug þegar hann fer á stjá.
Þátttaka foreldra og starfsmanna skólans var mikil og skemmti fullorðna fólki ekki síður vel.
Foreldrar úr foreldrafélagi Hólabrekkuskóla voru ánægð með daginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hefur 40 mínútur til að gera sig til fyrir tón­leikana í kvöld

Menning

Hljóð­maðurinn verð­launaður í vinnunni

Lífið

Nýtt útlit - líkari Barbie en Mel B

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Lúxusíbúð í Reykjavík - 104.5 milljónir

Fólk

Vellíðan karla í fyrirrúmi

Lífið

Fjöl­skyldu­maðurinn Cristiano Ronaldo slakar á fyrir HM

Lífið

Það sem Jessie J vill baksviðs

Menning

Allt verður að einni stjörnu í Ásmundarsal

Lífið

Dramatúrgur veðjar aleigunni á ævintýrið

Auglýsing