Menning

Hljóð­maðurinn verð­launaður í vinnunni

Hljóð­maðurinn Bald­vin Þór Magnús­son var allt í öllu á Grímu­verð­laununum í gær­kvöldi. Hann var í vinnunni sem hljóð­maður en stökk einnig á svið til þess að taka á móti Grímu fyrir hljóð­hönnun í dans­verkinu Crescendo.

Baldvin Þór Magnússon stóð vaktina í Borgarleikhúsinu og tók við verðlaunum á sama tíma. Mynd/Borgarleikhúsið

Segja má að hljóðmaðurinn Baldvin Þór Magnússon hafi verið allt í öllu á íslensku sviðslistaverðlaununum Grímunni í gær. Baldvin var meðal þess hæfileikaríka fólks sem tók á móti verðlaunum fyrir framlag sitt til sviðslista hér á landi, en athöfnin fór fram í Borgarleikhúsinu. Fékk hann verðlaun fyrir hljóðhönnun í verkinu Crescendo. 

Baldvin var tilnefndur í einum flokki og má því segja að runnið hafi tvær grímur á gesti þegar hann var mættur upp á svið skömmu síðar eftir að hann hafði veitt verðlaununum viðtöku.

Tilefnið var þó ekki að taka á móti öðrum verðlaunum. Baldvin starfar nefnilega sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu og lét hann sig ekki vanta í vinnuna á einu stærsta kvöldi ársins í gær. 

Skömmu eftir að hann tók við verðlaununum þurfti hljóðmann til þess að tengja míkrófóna fyrir kynna hátíðarinnar, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur.

„Þetta er bara bransinn,“ segir Baldvin Þór í samtali við Fréttablaðið. Lítið annað hafi komið til greina en að vera viðstaddur athöfnina og sjá til þess að hljóðið væri í lagi.

Eiginkonan samdi verðlaunaverkið

„Við vorum þarna tveir hljóðmenn sem stóðum vaktina, ég og félagi minn Þórður Gunnar, og við skiptum bara með okkur verkum,“ segir Baldvin.

Baldvin hefur hlotið lof fyrir hljóðhönnun sína í dansverkinu Crescendo eftir Katrínu Gunnarsdóttir sem sýnt var í Tjarnarbíó. Fór svo að hann hlaut Grímu fyrir sinn þátt í verkinu í gær.

Katrín Gunnarsdóttir hlaut einnig verðlaunin í flokknum „Danshöfundur ársins“. Það vill svo til að Katrín er eiginkona Baldvins og unnu þau saman að verkinu.

„Ég er alveg ógurlega stoltur af henni,“ segir Baldvin í samtali við Fréttablaðið og bætir við að Crescendo sé einstaklega flott verk.

„Svo er líka ótrúlega gaman að svona lítil, sjálfstæð verk fái viðurkenningar líkt og þau stóru sem atvinnuleikhúsin setja upp.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Himnaríki og helvíti sigurvegari Grímunnar

Menning

Allt verður að einni stjörnu í Ásmundarsal

Menning

Fjallar um tengsl náttúru og manns í dansverki

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Hefur 40 mínútur til að gera sig til fyrir tón­leikana í kvöld

Lífið

Fjörug vor­há­tíð í Hóla­brekku­skóla

Lífið

Nýtt útlit - líkari Barbie en Mel B

Lífið

Lúxusíbúð í Reykjavík - 104.5 milljónir

Fólk

Vellíðan karla í fyrirrúmi

Lífið

Fjöl­skyldu­maðurinn Cristiano Ronaldo slakar á fyrir HM

Auglýsing