Fólk

Pallurinn framlenging af stofunni

Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur mikinn áhuga á heimilum og hönnun. Hún heldur úti einni vinsælustu Facebook-síðu landsins, Skreytum hús. Soffía Dögg fékk pall við hús sitt sumarið 2016 og segir það hafa breytt öllu um notagildi garðsins.

Soffía Dögg segir að það sé allt annað líf að hafa pall við húsið. Áður var þetta pláss ekkert nýtt í garðinum. Myndir/Ernir

Soffía Dögg segir að hún og maður hennar, Valdimar Björn Guðbjörnsson kerfisfræðingur, búi í húsi sem byggt var árið 1975 með stórum garði. „Við keyptum húsið 2008 en það var ekki fyrr en síðla sumars 2016 sem við hófumst handa við að gera pallinn og smíðinni er ekki lokið. Við ætlum að stækka hann enn frekar enda er þvílíkur munur að hafa hann. Fyrir framan hús var smá afdrep sem við notuðum fyrstu árin en eftir að við fengum pallinn erum við bara þar. Pallurinn er framlenging á stofunni og ég er alltaf með opið út þegar veður leyfir,“ segir hún.

Soffía segir að þau vilji minnka grasið í garðinum og þar með sláttinn. „Það er mikil vinna að halda garðinum fallegum og þess vegna höfum við ákveðið að stækka pallinn töluvert í viðbót. Garðurinn er í mikilli rækt og fallegur en honum fylgir mikil vinna. Það er eilífðar verkefni að hreinsa beðin þótt mér þyki gaman að hafa gróðurinn,“ segir Soffía.

Valdimar byggði sjálfur pallinn ásamt föður sínum og var vandað til verksins. „Þetta var hellings verkefni þar sem hver einasta hola var handgrafin. Það var mikið af stóru grjóti í jarðveginum. Það þurfti að úthugsa hönnunina þar sem við ætlum að hafa pallinn helmingi stærri og jafnvel fá okkur heitan pott. Einnig langar okkur í vinnuskúr þar sem hægt er að geyma grill og útihúsgögn. Sömuleiðis þurftum við að hugsa um útsýnið, við erum með sjávarsýn og vildum ekki missa hana. Veggirnir mega því ekki vera of háir og verða með gluggum að hluta. Við létum pallinn veðrast í heilt ár eins og ráðlagt er áður en við bárum á hann.“

Hundurinn á heimilinu er ekki síður ánægður með nýja pallinn en aðrir í fjölskyldunni. Hann getur valsað áhyggjulaus um enda er þetta lokað svæði.

Soffía Dögg er nýbúin að kaupa sumarblóm til að skreyta umhverfið enn frekar en hún keypti húsgögn í Rúmfatalagernum síðasta sumar sem hún er mjög ánægð með. „Húsgögnin stóðu úti í allan vetur og það sér ekki á þeim. Þau þurfa ekkert viðhald. Við fengum okkur líka nýtt borð og stóla enda er svo gaman að borða úti. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að gera fínt á pallinum og maður vonar bara að sumarið verði gott. Við erum líka með hengirúm sem krakkarnir nota mikið. Í rauninni er þetta rosa vinsæll staður hjá þeim,“ segir Soffía sem á tvö börn. „Pallurinn gaf okkur nýtt líf og það munar svo miklu að geta labbað beint út og notið sumarsins. Litli hundurinn okkar getur líka nýtt pallinn enda er hann alveg lokaður. Mér finnst ánægjulegast að nú erum við farin að nota þennan hluta garðsins sem við gerðum ekki áður,“ segir Soffía Dögg.

Soffía segist hvetja fólk sem er með garð að drífa í því að gera pall. „Og ef fólk er ekki með aðstöðu fyrir pall þá er alveg hægt að gera svalirnar kósí. Ég er viss um að pallurinn verður mikið notaður í sumar. Þarna varð til glænýr íverustaður fyrir okkur. Það eru forréttindi að grilla úti á palli og borða síðan úti á fallegum sumardögum. Húsgögnin og sumarblómin gera líka svo mikið fyrir pallinn,“ segir Soffía sem er ekki bara með Skreytum hús á Facebook heldur einnig vinsælt blogg undir sama nafni.

Glæsilegur pallur hjá Soffíu. Greinilegt að hún nostrar við hvert smáatriði.
Fallegur sólbekkur sem Soffía segir að sé orðinn tíu ára gamall. Hann fær nýtt líf á pallinum.
Soffía Dögg segir að fjölskyldan borði eins oft úti og veðrið leyfi.
Soffía Dögg á tvö börn sem hafa mikið yndi af hengirúminu.
Soffía keypti sófasettið í Rúmfatalagernum og er mjög ánægð með þau kaup.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Vellíðan karla í fyrirrúmi

Fólk

Var enginn íþróttaálfur

Fólk

Það er hollt að eiga gæludýr

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Hefur 40 mínútur til að gera sig til fyrir tón­leikana í kvöld

Lífið

Fjörug vor­há­tíð í Hóla­brekku­skóla

Menning

Hljóð­maðurinn verð­launaður í vinnunni

Lífið

Nýtt útlit - líkari Barbie en Mel B

Lífið

Lúxusíbúð í Reykjavík - 104.5 milljónir

Lífið

Fjöl­skyldu­maðurinn Cristiano Ronaldo slakar á fyrir HM

Auglýsing