Lífið

Simon hamingju­samari eftir tíu síma­lausa mánuði

Sjón­varps­fram­leiðandinn- og stjarnan kveðst tölu­vert ein­beittari og hamingju­samari eftir að hafa látið reyna á hina erfiðu þraut - að gefa símann upp á bátinn.

Simon Cowell setur þumalinn upp fyrir símalausu líferni. Fréttablaðið/Getty

Sjónvarpsframleiðandinn Simon Cowell ákvað fyrir tíu mánuðum að reyna það sem gæti reynst ómögulegt fyrir mörgum – að segja skilið við farsímann. 

Cowell, sem er mörgum kunnur fyrir dómarahlutverk í sjónvarpsþáttunum American Idol, X Factor og Britain's Got Talent, segist hafa verið orðinn þreyttur á því hversu háður hann var orðinn tækinu litla. Einbeitingin hafi átt það til að fara út um allar trissur. 

„Andleg líðan mín er mun betri. Þetta er ef til vill svolítið skrítið en þetta hefur tvímælalaust látið mér líða betur,“ er haft eftir hinum 58 ára Cowell sem hefur nú verið farsímalaus í tíu mánuði, og hyggst halda ótrauður áfram.

Í könnun frá árinu 2017, sem Deloitte lét framkvæma, kom í ljós að 55 prósent farsímanotenda kíktu á símann á innan við fimmtán mínútum frá því að hafa vaknað á morgnana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hefur 40 mínútur til að gera sig til fyrir tón­leikana í kvöld

Lífið

Fjörug vor­há­tíð í Hóla­brekku­skóla

Menning

Hljóð­maðurinn verð­launaður í vinnunni

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Nýtt útlit - líkari Barbie en Mel B

Lífið

Lúxusíbúð í Reykjavík - 104.5 milljónir

Fólk

Vellíðan karla í fyrirrúmi

Lífið

Fjöl­skyldu­maðurinn Cristiano Ronaldo slakar á fyrir HM

Lífið

Það sem Jessie J vill baksviðs

Menning

Allt verður að einni stjörnu í Ásmundarsal

Auglýsing