Lífið

Stöðugleiki mikilvægur

Félagsstofnun stúdenta rekur þrjá leikskóla á Stúdententagörðum, Leikgarð, Mánagarð og Sólgarð. Sigríður Stephensen leikskólafulltrúi hefur umsjón með faglegu starfi og rekstri skólanna.

Sigríður Stephensen segir allt starf innan leikskóla FS miða að stöðugleika og ánægju barna, foreldra og starfsfólks. MYND/ERNIR

Saga leikskóla Félagsstofnunar stúdenta teygir sig aftur til ársins 1968. Þá voru 27 stúdentabörn vistuð á Efrihlíð sem þá hét. Árið 1973 flutti starfsemin í „gömlu Valhöll“ við Þjóðminjasafnið. Árið 1995 tók FS yfir foreldrarekna leikskólann Grímu á Vetrargarði og ári síðar opnuðum við Mánagarð í nýju húsnæði á Ásgörðum. Í dag rekur FS þrjá leikskóla, Leikgarð, Sólgarð og Mánagarð. Leikgarður og Sólgarður eru ungbarnaleikskólar og eingöngu ætlaðir börnum stúdenta. Mánagarður, sem verið er að stækka, verður í haust orðinn sjö deildir fyrir eins árs til 6 ára börn og er hann opinn öllum,“ útskýrir Sigríður Stephensen leikskólafulltrúi en hún hefur yfirumsjón með faglegu starfi og rekstri leikskóla Félagsstofnunar stúdenta.

Hún segir allt starf innan leikskólanna miða að stöðugleika og ánægju barna, foreldra og starfsfólks.

„Við höfum lagt okkur fram um að leita leiða til að skapa gott starfsumhverfi. Við tókum til dæmis upp sjö tíma vinnudag sem lið í þeim aðgerðum", segir Sigríður. „Markviss vinna við að minnka starfsmannaveltu og auka stöðugleika hófst árið 2003. Fól hún m.a. í sér að við kynntum okkur ýmsar uppeldisstefnur, þar á meðal High Scope, sem á endanum varð fyrir valinu og sendum við tvo starfsmenn utan til náms. Formlega vottun sem High Scope skóli fengum við árið 2008.“ rifjar Sigríður upp.

Markmið High Scope

High Scope stefnan er heildstæð uppeldisstefna sem byggir á langtímarannsóknum og markmiðið með stefnunni er að gera börn að sjálfstæðum einstaklingum sem læra að taka ábyrgð á eigin námi og hafa trú á eigin getu.

Námsumhverfi barnanna er lagt upp þannig að þau geti sjálf skipulagt eigin athafnir, lært af beinni reynslu og af samskiptum við önnur börn og kennara.

Samskipti eru stór þáttur leikskólalífsins. Börnin eru þar að stíga sín fyrstu félagslegu skref og því mikilvægt að kennarar séu góðar fyrirmyndir fyrir fjölbreytt samskipti svo börnin öðlist kunnáttu og þekkingu á mikilvægum félagslegum, tilfinningalegum og líkamlegum þáttum. Samskiptin einkennast af virðingu og viðurkenningu og byggja á jafningjasambandi þar sem allir aðilar fá tíma og rými til að láta rödd sína heyrast og læra hlusta á aðra. HighScope kennarar virða skoðanir, langanir, val og fyrirætlanir hvers og eins og byggja námið á styrkleikum, hugmyndum og reynslu barnanna. Þeir taka þátt í leik og starfi barnanna á þeirra forsendum því þannig læra þeir að þekkja áhugasvið, styrkleika og reynsluheim hvers barns og geta þannig stutt þau og hvatt áfram á jákvæðan hátt.

Langur starfsaldur

Sigríður segir að eitt af því sem geri leikskóla FS einstaka sé lítil starfsmannavelta og að þétt sé haldið utan um bæði börn og starfsfólk. Sá stöðugleiki sé dýrmætur í umhverfi barna.

„Við rekum einu skólana á landinu þar sem hægt er að byrja 6 mánaða og enda 6 ára, og þar sem sama stefnan er höfð að leiðarljósi í námi barnsins. Við erum með einstaklega stöðugan og góðan starfsmannahóp og sumir eru með allt að 20 ára starfsaldur. Þennan stöðugleika þökkum við bæði stefnu skólanna og því að það er gaman og gott að vinna hjá Félagsstofnun stúdenta,“ segir Sigríður.

„Til að styðja enn frekar við skólana erum við með þróunarstjóra sem heldur utan um símenntun starfsfólks, kynningarfundi fyrir foreldra og aðra. Þá er einnig leikskólafulltrúi sem heldur utan um skólana þrjá,“ segir Sigríður. „Hlutverk þessara tveggja starfsmanna er að tryggja öfluga símenntun starfsfólks, huga að vinnuaðstæðum, hljóðvist og fleiru en 37 stunda vinnuvika er dæmi um aðgerð til bættra vinnuaðstæðna. Þessi vinna skilar góðum niðurstöðum í ánægjukönnun meðal starfsfólks og foreldra en einnig betri líðan barna.“ segir Sigríður.

Þessi grein birtist fyrst í sérblaðinu Félagsstofnun stúdenta í 50 ár sem fylgdi með Fréttablaðinu.  http://www.visir.is/paper/serb...

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hefur 40 mínútur til að gera sig til fyrir tón­leikana í kvöld

Lífið

Fjörug vor­há­tíð í Hóla­brekku­skóla

Menning

Hljóð­maðurinn verð­launaður í vinnunni

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Nýtt útlit - líkari Barbie en Mel B

Lífið

Lúxusíbúð í Reykjavík - 104.5 milljónir

Fólk

Vellíðan karla í fyrirrúmi

Lífið

Fjöl­skyldu­maðurinn Cristiano Ronaldo slakar á fyrir HM

Lífið

Það sem Jessie J vill baksviðs

Menning

Allt verður að einni stjörnu í Ásmundarsal

Auglýsing