Innlent

Ágætt stjórnmálafólk

Sumir segja að áhrif stjórnmála á líf fólks séu ofmetin. Það á þó sannarlega ekki við um efnahagslífið. Þessi staðreynd kristallaðist í gengi hlutabréfa víðs vegar um heim í gær í kjölfar þess að stjórnarkreppa virðist komin upp á Ítalíu. Fjárfestar óttast að verði kosið að nýju muni flokkar sem byggja á andstöðu við ESB og evruna komast í lykilstöðu. Með öðrum orðum kunni ítalskt Brexit að vera í uppsiglingu, með tilheyrandi róti fyrir Evrópusambandið.

Sem fyrr óttast fjárfestar óvissuna sem heitan eldinn. Þetta smitaði þó ekki hingað heim að nokkru ráði enda hækkaði íslenska hlutabréfavísitalan lítillega í gær. Kannski er íslenski markaðurinn kominn í HM frí.

Ítölsk stjórnmál hafa svo sem ávallt verið róstusöm. Hins vegar er þessi þróun í þá átt sem orðið hefur annars staðar. Kjósendur sýna miklu minni flokkshollustu en áður, og virðast í auknum mæli tilbúnir til að spila rússneska rúllettu með atkvæði sitt. Kjör Donalds Trump, Brexit og nú ítalska stjórnarkreppan eru lifandi dæmi um þetta.

Kannski ættu sporin að hræða í þessum efnum. Donald Trump virðist á góðri leið með að efna til stríðs í hinum ýmsu heimshlutum. Breskir kjósendur eru svo engu nær um hvernig Brexit kemur til með að líta út nú tveimur árum síðar. Þeir eru hins vegar mun fátækari á ferðum sínum erlendis eftir gengisfall pundsins.

Sem betur fer hafa populísk öfl sem upphefja fáfræðina átt lítillar velgengni að fagna hér á landi. Þrátt fyrir stóryrðin sem stundum einkenna opinbera umræðu eru allavega flestir sammála um sjálfsögð mál eins og að mannréttindi ber að virða og rasisma ekki að líða. Það er ótvírætt þroskamerki.

Íslenskir stjórnmálamenn eru því kannski ekki sem verstir eftir allt saman.

Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing