Innlent

Barist um sæti í stjórn Haga

Hagar reka tvær af stærstu verslunarkeðjum landsins, Bónus og Hagkaup. Fréttablaðið/Eyþór

Sjö manns munu berjast um fimm stjórnarsæti í Högum á aðalfundi verslanarisans sem verður haldinn næsta miðvikudag. Allir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu en þrír til viðbótar hafa auk þess boðið sig fram.

Núverandi stjórn er skipuð þeim Kristínu Friðgeirsdóttur stjórnarformanni, Ernu Gísladóttur, forstjóra BL, Sigurði Arnari Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Húsasmiðjunnar, og Stefáni Árna Auðólfssyni, lögmanni hjá LMB lögmönnum. Þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Auk þess gefa kost á sér þeir Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor, Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, og Tryggvi Guðbjörn Benediktsson ráðgjafi, að því er fram kemur í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar.

Hagar er stærsta verslunarfyrirtæki landsins en verslanir samstæðunnar eru 46 talsins innan fjögurra smásölufyrirtækja og eru vöruhús Haga fjögur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing