Innlent

Borðinu lokað eftir bar­áttu um vín­veitinga­leyfi

Eig­endurnir fengu vín­veitinga­leyfið af­hent eftir tveggja ára bið en segja það hafa verið of seint. Þau hafi misst dampinn og vilji nýjum rekstri að taka við.

Martina Vigdís Nardini, Jón Sen og Rakel Eva. Borðið opnaði árið 2016. Fréttablaðið/Ernir

Rekstri veitingastaðarins Borðsins í Vesturbæ hefur verið hætt. Forsvarsmenn staðarins greina frá tíðindunum á Facebook. Þar er einnig greint frá því nýir aðilar muni taka við húsnæðinu, sem er við Ægisíðu, og hefja þar nýjan veitingarekstur.

Í færslunni segir að tafir við að fá afhent vínveitingaleyfi hafi spilað stóran þátt í lokun staðarins.

Þraukuðu óvenju lengi án leyfisins

„Undanfarna daga hafa margir komið að máli við okkur spurt hverju það sæti að hætta núna loksins eftir að vínveitingaleyfið er komið í hús. Fyrir því eru að sjálfsögðu fjölmargar ástæður, en þegar við litið er um öxl er augljóst að ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja okkur um sölu á léttvíni og bjór vó þar þyngst,“ segir í færslunni. 

Sjá einnig: „Lengi lifi Vesturbærinn“

Eftir á að hyggja hafi staðurinn þraukað óvenju lengi án vínveitingaleyfisins. Eigendurnir þakka íbúum hverfisins og viðskiptavinum fyrir hlýlegar móttökur.

Misstu dampinn eftir tveggja ára bið

„Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila byrja upp á nýtt. Við þessi tímamót viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn og gerðu Borðið að veruleika.“

Katrín Atladóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerir lokun Borðsins að umræðuefni á Twitter-síðu sinni. Kennir hún þar þungri og svifaseinni stjórnsýslu um.

„Borðinu lokað. Svifasein og þung stjórnsýsla drepur frumkvöðla og einkaframtakið.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Lengi lifi Vesturbærinn“

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Auglýsing