Innlent

Corip­harma kaupir Acta­vis á Ís­landi

Corip­harma er búið að kaupa lyfja­verk­smiðju og hús­næði Acta­vis í Hafnar­firði.

Corpharma keypti í Actavis af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Teva. Fréttablaðið/Anton Brink

Coripharma Holding er búið að kaupa lyfjaverksmiðju og húsnæði Actavis, sem er hluti af samstæðu lyfjafyrirtækisins Teva. Kaupverðið er trúnaðarmál að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

Coripharma greinir frá því að fyrirtækið hyggist hefja lyfjaframleiðslu í Hafnarfirði á ný og virkja þá miklu þekkingu sem þar hafði byggst upp, allt frá því fyrsti hluti verksmiðjunnar var reistur við Reykjavíkurveg árið 1983, þar til framleiðslu var hætt í fyrra. 

Í Morgunblaðinu í dag segir að hópur háttsettra fyrrverandi starfsmanna og stjórnenda Actavis hafi undanfarin tvö ár reynt að fá fjárfesta til að gera kaupin möguleg og hefja um leið rekstur verksmiðjunnar á ný. Þar er einnig haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, forstjóra Coripharma, að þegar hafi verið ráðnir 10 manns til starfa.

Teva mun áfram eiga og reka Medis og önnur félög í nafni Actavis á Íslandi og heldur öllum réttindum er lúta að Actavis nafninu.

Bjarni K. Þorvarðarson er ánægður með að samningar hafi náðst.

„Við erum mjög ánægð með að hafa náð þessu samkomulagi við Teva og geta nú virkjað þann mikla áhuga sem við höfum fundið á að endurreisa fyrri framleiðslu og útflutning lyfja héðan. Í hópi Coripharma eru bæði reyndir fjárfestar og vanir aðilar úr rekstri alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og þessarar lyfjaverksmiðju. Samhliða sjálfstæðri lyfjaframleiðslu Coripharma sjáum við jafnframt fram á að njóta góðs af nánu sambýli við önnur lyfjafélög sem eru rekin hér í Hafnarfirðinum. Þannig stefnum við á kraftmikið og frjótt framleiðslu- og þekkingarsamfélag nokkurra félaga í skyldum rekstri í framtíðinni,“ er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, forstjóra Coripharma.

Teva rekur áfram umfangsmikla starfsemi í Hafnarfirðinum þar sem um 280 manns starfa, m.a. á sölu- og markaðssviði Actavis á Íslandi, í lyfjaþróun og hjá Medis, sem selur lyf og lyfjahugvit félagsins til annarra lyfjafyrirtækja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing