Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Davíð er fjármálastjóri Nordic Visitor og er eini nýji stjórnarmaðurinn í stjórn Haga.

Hagar eiga meðal annars Bónus. Fréttablaðið/Anton Brink

Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor, var kjörinn nýr í stjórn Haga á aðalfundi félagsins í dag. Hann tekur sæti Salvarar Nordal sem sagði sig úr stjórninni í september síðastliðnum í kjölfar þess að hún tók við embætti umboðsmanns barna.

Aðrir í stjórn félagsins voru endurkjörnir. Hvorki Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík né Tryggvi Guðbjörn Benediktsson, stjórnarmaður í Bílabúð Benna, hlutu brautargengi.

Fyrir í stjórn Haga voru Erna Gísladóttir, forstjóri BL; Kristín Friðgeirsdóttir, kennari við London Business School og ráðgjafi; Sigurður Arnar Sigurðsson, ráðgjafi og fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar og Stefán Árni Auðólfsson, héraðsdómslögmaður og stjórnarmaður í Símanum. Kristín hefur verið formaður stjórnar.

Á aðalfundinum var samþykkt að stjórnarlaun hækki um 10 prósent. Stjórnarformaður mun fá greitt 660 þúsund krónur á mánuði, varaformaður 495 þúsund krónur á mánuði og stjórnarmenn 330 þúsund krónur á mánuði. Laun í undirnefndum stjórnar verða 90 þúsund krónur á mánuð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Innlent

Fjárfestar skoða kaup á kröfu á Valitor

Auglýsing