Markaðurinn

Eigendur 90,5 prósenta hlutafjár taka ekki tilboðinu

Kaup Brims á frekari hlut í HB Granda verða fjármögnuð úr sjóðum félagsins sem og með ádrætti á lánalínu Brims hjá Landsbankanum. Brim hyggst ekki bæta við hlut sinn í kjölfar yfirtökutilboðsins.

Brim hefur áhuga á að auka samstarf og samvinnu á milli félagsins og HB Granda. Fréttablaðið/Eyþór

Hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut í HB Granda hafa skrifað undir samkomulag við Brim þar sem þeir staðfesta að þeir muni ekki ganga að yfirtökutilboði síðarnefnda félagsins í hlut þeirra. Þetta kemur fram í tilboðsyfirliti, sem birt var í morgun, vegna tilboðs útgerðarfélagsins til hluthafa HB Granda.

Brim, sem Guðmundur Kristjánsson stýrir, hefur áhuga á að auka samstarf og samvinnu á milli félaganna tveggja. Er sérstaklega horft til markaðs- og sölumála í þeim efnum. Engin áform eru um að breyta aðalstarfsemi HB Granda, meginþáttum rekstrar og starfsmannahaldi félagsins eða starfsstöð, að því er segir í tilboðsyfirlitinu.

Tilkynnt var í apríl um kaup Brims á öllum eignarhlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar - samanlagt 34 prósent hlutafjár - í HB Granda. Um leið skapaðist yfirtökuskylda og hefur Brim gert öðrum hluthöfum í félaginu tilboð á genginu 34,3 krónur á hlut eða sem svarar til 35 króna á hlut fyrir arðgreiðslu.

Í tilboðsyfirlitinu kemur fram að kaup Brims samkvæmt yfirtökutilboðinu séu fjármögnuð úr sjóðum félagsins sem og með ádrætti á lánalínu Brims hjá viðskiptabanka, sem er Landsbankinn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Íslandsbanki, sem hefur verið ráðinn umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Brims, mun veita ábyrgð sem tryggir greiðslu reiðufjár til þeirra hluthafa sem samþykkja tilboðið.

Gildistími yfirtökutilboðsins er fjórar vikur, frá 1. júní til 29. júní.

Vilja ekki bæta við hlut sinn

Fram kemur í tilboðsyfirlitinu að Brim hafi ekki áform um að afskrá HB Granda af hlutabréfamarkaði. Er það vilji Brims að sem flestir núverandi hluthafar verði áfram hluthafar í félaginu og eins stendur vilji Brims ekki til þess að taka félagið yfir. Brim stefnir auk þess ekki á að bæta við hlut sinn í kjölfar yfirtökutilboðsins og hefur ekki í hyggju að eignast yfir helmingshlut.

„Það er styrkur fyrir HB Granda að vera skráð á skipulegum verðbréfamarkaði þannig að það hafi fjárhagslegan styrk til að vaxa og dafna enn frekar með kaupum á félögum í skyldri starfsemi, efla markaðs- og þróunarstarf sem mun auka arðsemi félagsins og þar með verðmæti hluthafa félagsins til lengri tíma,“ segir í tilboðsyfirlitinu.

Þar segir aukinheldur að það séu framtíðaráætlanir Brims að vera kjölfestufjárfestir í HB Granda. Starfsemi Brims muni vera í útgerð á Íslandi en ekki verði lögð áhersla á fiskiðjuver í landi. Brim hyggst eiga í samvinnu við önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki varðandi fiskvinnslu, sölu og markaðsmál sjávarafurða.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi HB Granda með 13,7 prósenta hlut, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá þriðji stærsti með um 12,7 prósent og Gildi sá fjórði stærsti með 8,6 prósenta eignarhlut. Samanlagt eiga lífeyrissjóðir um 45 prósent í félaginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing