Innlent

Fjárfestar skoða kaup á kröfu á Valitor

Sveinn Andri Sveinsson Gunnar V. Andrésson / GVA

Tveir erlendir kröfukaupendur hafa sýnt áhuga á að festa kaup á kröfu í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press á hendur greiðslukortafyrirtækinu Valitor, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Hið síðarnefnda félag er að mestu í eigu Julians Assange, stofnanda vefsíðunnar. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða.

Heimildir Markaðarins herma að Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, hafi að undanförnu reynt að ná samkomulagi við Valitor sem hafi hljóðað upp á um tvo milljarða króna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing