Innlent

Oddvitarnir með samtals fimm milljónir í laun

Borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, er tekjuhæstur með 2,009 milljónir á mánuði og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er launalægst með 64 þúsund krónur á mánuði.

Oddvitar flokkanna héldu meirihlutaviðræðum sínum áfram í morgun. Fréttablaðið/Ernir

Oddvitar flokkanna fjögurra sem nú reyna að mynda meirihluta í borginni eru samanlagt með 5,028 milljónir króna í mánaðarlaun. Borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, er tekjuhæstur með 2,009 milljónir á mánuði og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er launalægst með 64 þúsund krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV sem kom út í dag. 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er með 1,674 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hún hefur verið öflug í atvinnulífinu undanfarin ár og starfað sem fjárfestir, frumkvöðull og var meðal annars forstjóri Gray Line á Íslandi en hún er rekstrarhagfræðingur að mennt. 

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, er með 1,278 þúsund krónur á mánuði. Hún hefur verið í stjórnmálum frá árinu 2014, fyrst sem varaborgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar frá 2016. Líf er kennari að mennt. 

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er með 64 þúsund krónur á mánuði. Hún kemur ný inn í borgarstjórn en hún stundar meistaranám í alþjóðasamskiptum. Samhliða því hefur hún starfað með Pírötum og sem aðstoðarkona fatlaðs manns í námi. 

Flokkarnir vinna að myndun meirihluta. Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Starfaði á Serrano samhliða námi

Aðrir nýir borgarfulltrúar eru einnig nefndir á nafn í tekjublöðunum tveimur, en það er til að mynda Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, sem hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu í kosningabaráttunni. Hún er með 151.847 krónur á mánuði. Sanna lauk nýverið meistaranámi í mannfræði og samhliða því starfaði hún á veitingastöðum á borð við Serrano og NAM.

Þá kemur Pawel Bartoszek, sem skipar annað sætið á lista Viðreisnar í borginni, einnig nýr inn í borgarstjórn, en hann var áður þingmaður flokksins. Hann er með 1,198 þúsund krónur á mánuði. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir kemur ný inn í borgarstjórn. Fréttablaðið/Eyþór

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er með 533 þúsund krónur á mánuði. Hún er fyrrverandi þingmaður en hóf störf hjá Blómavali eftir að hún lét af störfum á Alþingi. Hún er garðyrkjufræðingur og lögfræðingur að mennt. 

Þá er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík og fyrrverandi borgarfulltrúi, með 826 þúsund krónur. Hún hafði ekki erindi sem erfiði í kosningabaráttunni, en stefnir á að opna ferðaþjónustufyrirtæki í náinni framtíð. Sveinbjörg Birna er lögfræðingur að mennt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Slita­stjórnar­með­limir í Glitni lang­tekju­hæstir

Innlent

Katrín og Haf­þór tekju­hæsta í­þrótta­fólkið

Innlent

Róbert með 27 milljónir í tekjur

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Auglýsing