Erlent

Selur átta prósent í Royal Bank of Scotland

Breska ríkið mun selja tæplega átta prósenta hlut í Royal Bank of Scotland í vikunni. Til stendur að selja öll hlutabréf ríkisins í bankanum á næstu fimm árum.

Royal Bank of Scotland var að stórum hluta þjóðnýttur í nóvember árið 2008. Fréttablaðið/AFP

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hygðust selja 7,7 prósenta hlut í Royal Bank of Scotland. Seldir verða 925 milljón hlutir í bankanum og er gert ráð fyrir að söluandvirðið muni nema allt að 2,6 milljörðum punda sem jafngildir tæplega 365 milljörðum króna.

Efir söluna mun breska ríkið eiga 62,4 prósenta hlut í bankanum. Ríkið eignaðist yfir 80 prósenta hlut þegar bankinn var að stórum hluta þjóðnýttur í bankakreppunni á haustmánuðum 2008.

Markaðsvirði núverandi eignarhlutar ríkisins í Royal Bank of Scotland - 70,1 prósent - er um 33,8 milljarðar punda.

7,7 prósenta hlutur ríkisins verður seldur í þessari viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins, en bankarnir Morgan Stanley, Citigroup, Goldman Sachs og JP Morgan munu sjá um söluferlið.

Bresk stjórnvöld hafa sagt að þau hafi í hyggju að selja öll hlutabréf sín í bankanum á næstu fimm árum.

John McDonnell, sem fer með fjármál í skuggaráðuneyti breska Verkamannaflokksins, gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar harðlega og segir þau ekki eiga sér „neina efnahagslega réttlætingu“.

„Það ætti ekki að selja nein bréf í Royal Bank of Scotland. Sérstaklega ekki með svo miklu tapi fyrir skattgreiðendur sem björguðu bankanum,“ segir hann.

Miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum, 280,9 pens á hlut, er ljóst að breskir skattgreiðendur munu tapa um tveimur milljörðum punda á sölu ríkisins á 7,7 prósenta hlutnum. Ríkið greiddi um 502 pens á hlut þegar það bjargaði bankanum í nóvembermánuði 2008.

Fjármálaráðherrann Philip Hammond hefur sagt að eignarhaldið á bankanum komi niður á rekstri hans og dragi úr getu hans til arðbærra útlána, breska hagkerfinu til tjóns.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Breskar verslanir berjast í bökkum

Erlent

Nýtt tollastríð yfirvofandi

Erlent

Hvetur Tyrki til þess að kaupa lírur

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Auglýsing