Innlent

Slita­stjórnar­með­limir í Glitni lang­tekju­hæstir

Listi yfir tekju­hæstu Ís­lendingana var birtur í tekju­blaði Frjálsrar verslunar í dag.

Stjórnarmenn í Glitni HoldCo fengu tekjurnar í fyrra. Fréttablaðið/Valli

Stjórnarmenn slitastjórna Glitnis og Landsbankans voru með hæstu tekjurnar hér á landi í fyrra. Tekjublað Frjálsrar verslunar var gefið út í dag. Þar kemur fram að þeir Tom Gröndahl og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, hafi verið með tæplega 56 milljónir króna í mánaðartekjur. 

Mike Wheeler, sem einnig var í stjórn Glitnis HoldCo var með 5,2 milljónir króna. Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumaður eignastýringar félagsins, var með 16,7 milljónir króna.

Richard Katz, sem sat í slitastjórn Landsbankans - LBI, var með 32,7 milljónir á mánuði. Kolbeinn Árnason sat einnig í stjórn LBI og var hann með 6,7 milljónir króna og Jakob Bjarnason 6,5 milljónir króna.

Listi Frjálsrar verslunar byggir á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun þess sem um ræðir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing