Markaðurinn

Snorri Olsen nýr ríkisskattstjóri

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Ingvar J. Rögnvaldsson, settur ríkisskattstjóri, gegnir embættinu fram til 1.október.

Snorri Olsen tekur við starfinu í haust. Fréttablaðið/Pjetur

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu Stjórnarráðsins.

Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar meðal annars starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997.

Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum.

Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit.

Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti.

Ingvar J. Rögnvaldsson, settur ríkisskattstjóri, gegnir embættinu fram til 1.október. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Harðarson í stjórn Haga

Innlent

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Markaðurinn

Gunnar Dofri ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Halli vöruviðskipta minnkar

Markaðurinn

Ferðamönnum fjölgaði um 13% í maí

Innlent

Kostnaður við skráningu Heimavalla 155 milljónir

Innlent

EasyJet fjárfestir í Dohop

Innlent

Á eitt prósent í Heima­völlum og býður fram í stjórn

Innlent

Rafnar hættir rekstri vegna sterkrar krónu

Auglýsing