Skoðun

Mýtur varðandi starfslok

Dreifing rangra upplýsinga þarf ekki endilega að vera illa meint. Villandi umræða er algeng varðandi fjármál við starfslok og þegar hún nær flugi getur reynst afar erfitt að leiðrétta misskilninginn. Rangfærslur ganga milli fólks, sem í góðri trú telur sig vera að hjálpa vinum og vandamönnum en getur því miður gert bága fjárhagsstöðu sumra eftirlaunaþega enn verri.

Dæmi um þetta er umræðan um skerðingar Tryggingastofnunar (TR) vegna úttektar séreignarsparnaðar. Því miður virðist þessi mýta vera ansi útbreidd, en því er haldið fram að stofnunin líti á séreign sem tekjur og því borgi sig að taka sparnaðinn út áður en sótt er um greiðslur frá TR og komast þannig hjá skerðingum.

Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á lífeyrisgreiðslur TR. Úttekt hárrar upphæðar á einu ári getur hins vegar hæglega fært fólk upp í hátekjuskatt og aukið skattgreiðslur um hundruð þúsunda. Auk þess munu vaxtatekjur utan séreignarkerfisins skerða greiðslur TR og bera fjármagnstekjuskatt, en ávöxtun séreignar er undanskilin slíku.

Önnur útbreidd mýta er að greiðslur TR séu skertar vegna eigna fólks. Sumir telja því betra að fela fjármuni fyrir stofnuninni undir koddanum. Eignir skipta hins vegar engu máli, einungis vextirnir. Hluti vaxtanna skerðir greiðslur TR, en ekki um krónu á móti krónu, eins og oft er talið. Þrátt fyrir að skerðingarnar geti verið miklar er að sjálfsögðu betra að fá einhverja vexti en enga.

Rót vandans er að alltof oft eru umfangsmiklar breytingar gerðar á kerfum sem þegar eru mjög flókin. Við getum ekki ætlast til þess að allir kynni sér þær en því fylgir ábyrgð að ráðleggja öðrum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fastir pennar

Veiðigjöld og trúverðugleiki
Kjartan Hreinn Njálsson

Skoðun

Gleymdu börnin á Íslandi
Stefán John Stefánsson

Skoðun

Opið bréf til heilbrigðisráðherra
Anna Björnsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Frídagar skóla fleiri en foreldra
Halldór Benjamín Þorbergsson

Renta
Davíð Þorláksson

Vöxtur og verðmæti
Guðjón S. Brjánsson

Erfðasaga óstöðugleikans
Kjartan Hreinn Njálsson

Áin er okkur kær
Guðrún Sigurjónsdóttir

Hægri umferð í 50 ár
Sigurður Ingi Jóhannsson

Auglýsing