Sport

„Ætla að toppa á Evrópumótinu í Berlín“

Aníta Hinriksdóttir bætti níu ára gamalt Íslandsmet í Hollandi um helgina þegar hún keppti í einna mílu hlaupi í Hollandi um helgina. Hún hefur æft í Hollandi undanfarna átján mánuði og kann vel við að geta hlaupið um hollensku skógana.

Aníta á HM í frjálsum íþróttum í London. Fréttablaðið/EPA

Aníta Hinriksdóttir stórbætti Íslandsmetið í einnar mílu hlaupi á móti sem haldið var í Hengelo í Hollandi um síðustu helgi. Aníta hefur sérhæft sig í 800 og 1500 metra hlaupum, en ein míla er rúmir 1600 metrar. 

Aníta kom í mark á 4:29,20 mínútum og stórbætti Íslandsmet Chelsey Kristinu Birgisdóttur frá 2009 eða um rúmlega 17 sekúndur. Hún segir taktíkina nokkuð frábrugðna þegar um 1500 og rúmlega 1600 metra hlaup hafi verið að ræða.

Það hafi verið gaman að prófa nýja vegalengd en aðaláherslan muni áfram vera á 800 og 1500 metra hlaup.

„Þetta hlaup var sett upp fyrir hollenska hlaupastjörnu sem býr hér á svæðinu, en hún mætti reyndar ekki til leiks. Þetta var bara skemmtilegt og það var gaman að bæta Íslandsmetið. Það verður hins vegar að hafa það í huga að það eru fáir sem engir Íslendingar sem hafa einblínt á þessa vegalengd í gegnum tíðina og þessa stundina. Þessi vegalengd er mikið notuð í Bandaríkjunum, en ekki eins mikið í Skandinavíu og Evrópu,“ sagði Aníta um tildrög þess að hún hljóp þessa vegalengd og frammistöðu hennar.

„Ég hef hlaupið áður 1500 metra, en það munar töluvert um þessa auka 100 metra hvað taktík og aðferðafræði varðar. Hlaupið fór nokkuð hægt af stað og ég sprengdi aðeins upp hraðann og vanmat það hvað auka 100 metrarnir í lokin eru erfiðir þegar það er búið að hlaupa svona langa vegalengd. Þetta gekk hins vegar bara vel og aldrei að vita nema ég prufi þetta aftur,“ sagði Aníta enn fremur um hlaupið.

Æfir í Hollandi

Hún segir að nú muni hún einbeita sér aftur að þeim vegalengdum sem hún hefur keppt í undanfarin ár.

„Nú fer ég að einblína aftur á 800 og 1500 metrana. Ég mun taka þátt í 800 metra hlaupi á móti sem haldið er í tengslum við Demantamótaröðina í Stokkhólmi um helgina. Þar á eftir er svo mót í Ostrava í Tékklandi sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið heldur,“ sagði Aníta um framhaldið hjá sér.

Aníta býr þessa dagana í Hollandi þar sem hún æfir en hún hefur búið á meginlandinu í um átján mánuði

„Ég hef verið hér í Hollandi í um það bil eitt og hálft ár við æfingar og keppni undir handleiðslu hollensks þjálfara. Ég hef lært mikið hér á nýjum stað og aðstaðan, þá sérstaklega yfir sumartímann, er afar góð. Það er frábært að hlaupa í hollensku skógunum í um það bil 20 gráðu hita. Planið er hins vegar að koma heim eftir mótið í Ostrava og svo aftur í júlí til þess að hlaða batteríin aðeins. Svo hefjast æfingar af fullum krafti fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í ágúst. Það er stærsta mótið sem ég tek þátt í á þessu sumri. Æfingaplanið gengur út frá því að toppa á þeim tíma,“ sagði Aníta um komandi verkefni hjá sér.

„Ég mun svo taka stöðuna næsta haust og ákveða hvort ég held áfram að vera búsett í Hollandi og vera við æfingar þar. Eins og staðan er núna lítur allt út fyrir að ég verði áfram þar, en ég hef hins vegar ávallt tekið bara eitt keppnistímabil í einu og mun bara fara yfir málin þegar sumarið er búið og taka ákvörðun um hvernig næsta keppnistímabil verður.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

Auglýsing