HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

Jack Butland fær tækifæri til að láta ljós sitt skína þegar England mætir Kosta Ríku í síðasta leik liðsins fyrir HM í Rússlandi.

Jack Butland lék sinn fyrsta A-landsleik 2012. Fréttablaðið/Getty

Jack Butland stendur á milli stanganna þegar England mætir Kosta Ríku í vináttulandsleik á Elland Road í Leeds á morgun.

Jordan Pickford var í markinu gegn Nígeríu á laugardaginn og flestir búast við því að hann verði aðalmarkvörður Englands á HM í Rússlandi.

Butland, sem er 25 ára, hefur leikið sjö A-landsleiki. Hann leikur með Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Leikurinn gegn Kosta Ríku er síðasta leikur Englendinga fyrir HM. Þar er England í riðli með Túnis, Panama og Belgíu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

HM 2018 í Rússlandi

Blatter spáir því að Nígería komi á óvart í sumar

Auglýsing