HM 2018 í Rússlandi

„Gaman og gagnlegt að mæta Afríkuþjóð"

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að margt jákvætt megi taka úr leiknum gegn Noregi þrátt fyrir tapið. Það sé enn fremur bæði skemmtilegt og gott að mæta Afríkuþjóð í undirbúningnum fyrir HM, en Ísland mætir Gana á fimmtudaginn.

Alfreð Finnbogason á æfingu með íslenska landsliðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Við munum fara yfir Noregsleikinn saman á fundi í kvöld og kryfja hann, en mér fannst aðallega jákvætt að fá leikæfingu og að við höfum komist vel frá honum þrátt fyrir tapið. Það voru margir jákvæðir punktar sem við getum tekið úr leiknum. Við vorum með góða stjórn á leiknum fram að lokakaflanum þegar við gerðum okkur seka um mistök sem við munum bara læra af," sagði Alfreð Finnbogason, framhjerji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í samtali við Fréttablaðið í morgun. 

„Það skorti smá einbeitingu til þess að loka leiknum almennilega, en við vitum það af fenginni reynslu að þessi einbeiting er ávallt til staðar þegar það kemur að keppnisleikjum. Nú fínpússum við bara þá hluti sem aflaga fóru og förum yfir það á æfingum hvað við þurfum að laga. Næst er svo öðruvísi andstæðingur sem mun nýtast okkur vel í undirbúningi fyrir leikina sem fram undan eru í Rússlandi og þá kannski sérstaklega í leiknum gegn Nígeríu," sagði Alfreð enn fremur um Noregsleikinn og komandi verkefni. 

Ísland mætir Gana í síðasta leik sínum fyrir HM á Laugardalsvellinum á fimmtudagskvöldið. Alfreð rekur ekki minni til þess að hafa spilað gegn Afríkuþjóð áður, en þekkir þó ágætlega til afrískrar knattspyrnumenningar eftir að hafa spilað með leikmönnum frá Afríku. 

„Ég held að þetta sé alveg örugglega í fyrsta skipti sem að ég mæti Afríkuþjóð og það verður bara bæði gaman að mæta Gana og gagnlegt fyrir leikinn gegn Nígeríu. Ég hef auðvitað spilað með mörgum afrískum leikmönnum í gegnum feril minn og þekki vel það hugarfar og þá styrkleika sem þeir búa yfir. Þeir eru flestir líkamlega sterkir og öflugir, en um leið flinkir með boltann. Það er annars konar strúktúr á spilamennsku Afríkuþjóða og það er gott að fá þennan leik til þess að læra af fyri Nígeríuleikinn," sagði Alfreð um andstæðinga Íslands á fimmtudaginn kemur.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

Auglýsing