Íslenski boltinn

Grindavík nældi í toppsætið

Grindavík náði toppsæti Pepsi-deildarinnar með því að leggja Fylki 2-1 að velli á heimavelli í kvöld en á sama tíma mistókst FH að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Þá vann Valur sannfærandi sigur á Fjölni.

Strákarnir hans Óla Stefáns eru á miklu flugi þessa dagana. Fréttablaðið/Ernir

Grindavík er óvænt komið í efsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-1 sigur á Fylki á heimavelli í kvöld. Grindvíkingar lentu undir snemma leiks en náðu að snúa leiknum sér í hag og innbyrtu þriðja sigurinn í síðustu fjórum leikjum í Pepsi-deildinni.

Eftir tap gegn FH í fyrstu umferðinni hefur Grindavík náð góðum takti en þeir hafa fengið fjórtán stig af átján í síðustu sex leikjum.

Hákon Ingi Jónsson kom gestunum úr Árbænum yfir á upphafsmínútunum en Björn Berg Bryde jafnaði metin af vítapunktinum í upphafi seinni hálfleiks. William Daniels var svo hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Á sama tíma mistókst FH að sigra Keflavík á heimavelli en Hafnfirðingar lentu tvívegis undir og náðu ekki að kreista fram sigur. Bíða Keflvíkingar því enn eftir fyrsta sigri sumarsins í deildinni.

Sindri Þór Guðmundsson og Marc McAusland skoruðu sitt hvort markið fyrir Keflavík í fyrri hálfleik en á milli markanna náði Geoffrey Castillion að jafna metin fyrir FH með fyrsta marki sínu í sumar. Atli Guðnason kom inn sem varamaður á 65. mínútu hjá FH og jafnaði metin tveimur mínútum síðar en lengra komst FH ekki.

Þá vann Valur 2-0 sigur á Fjölni á Extra-vellinum í Grafarvogi en sigur Valsmanna var afar sannfærandi og verðskuldaður. Patrick Pedersen kom Valsmönnum yfir með snyrtilegri afgreiðslu áður en Kristinn Freyr Sigurðsson kláraði Fjölni í seinni hálfleik með öðru marki Valsmanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Aðeins annað tap KR undir stjórn Rúnars gegn ÍBV

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

Auglýsing