Meistaradeildin

Guardiola hefur næstu leiktið í leikbanni

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var úrskurðaður í tveggja leika bann í Meistaradeild Evrópu af aga- og úrskurðarnefnd UEFA í dag.

Pep Guardiola í skammarkróknum í leik Manchester City gegn Liverpool, Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var úrskurðaður í tveggja leika bann í Meistaradeild Evrópu af aga- og úrskurðarnefnd UEFA í dag. Leikbann Guardiola var í allt tveir leikir, en annar leikurinn er skilorðsbundinn og þarf hann því einungis að afplána annan leikinn í stúkunni hagi hann sér skikkanlega í leikjum Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktið. 

Guardiola er á leiðinni í bann fyrir brottvísun hans í seinni leik Manchester City gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistardeildarinnar á nýliðnni leiktíð. Hann lét gamminn geysa við dómara leiksins sem dæmdu mark af Manchester City í leiknum vegna rangstöðu, en sá dómur var rangur og hafði spænski knattspyrnustjórinn því nokkuð til síns máls í gagnrýni sinni. 

Guardiola þótti hins vegar hafa farið offari í reiðilestri sínum af dómara leiksins og síðar aga- og úrskurðarnefnd UEFA. Þarf hann því að sitja í stúkunni og fylgjast með leikmönnum sínum þaðan í fyrsta leik Manchester City í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. 

Þá fékk Liverpool sekt fyrir hegðun stuðniningsmanna sinna fyrir fyrri leik liðanna á Anfield Road. Stuðningsmenn Liverpool gerðu aðsúg að rútu Manchester City þegar hún var á leið að Anfield Road og brutu rúður með því að grýta flöskum og öðrum lausamunum í rútuna. Sektin sem Liverpool var 20.000 evrur sem samsvarar tæpum tveimur og hálfum milljónum króna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Meistaradeildin

Buffon í bann fyrir ummælin um Michael Oliver

Meistaradeildin

Staðfesta að Karius fékk heilahristing

Meistaradeildin

Alls 400.000 vilja fá Ramos í bann

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

Auglýsing