Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

Liverpool hefur sýnt Moses Simon, nígerskum kantmanni Gent áhuga en hann er ekki í hóp Nígeríu fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Simon á ár eftir af samningi sínum í Belgíu en fleiri lið hafa sýnt honum áhuga.

Simon mætir á æfingu nígerska landsliðsins á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara liðsins og missir af HM. Fréttablaðið/Getty

Staðarblöðin í Liverpool segja að félagið sé að fylgjast með Moses Simon, kantmanni Gent en hann var síðasti maðurinn sem datt úr hóp Nígeríu fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018.

Hefur hann verið að glíma við meiðsli og kaus Gernot Rohr, þjálfari nígerska liðsins að skilja hann eftir þótt að hann myndi aðeins missa af einum leik en Nígería mætir Íslandi í annarri umferð D-riðilsins í Volgograd.

Fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast með gangi mála hjá honum en hann á eitt ár eftir af samningi sínum í Belgíu og er talið að félagið myndi samþykkja tilboð upp á tíu milljónir punda.

Er talað um að Liverpool ætli sér að styrkja hópinn en félagið hefur þegar gengið frá kaupunum á Naby Keita og Fabinho fyrir næsta tímabil en Liverpool er einnig með augastað á Nabil Fekir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komust að sam­komu­lagi um kaup­verðið á Fred

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

Auglýsing