HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

Leikmenn franska landsliðsins í fótbolta fengu góða heimsókn í gær þegar Macron-hjónin litu við á æfingasvæði liðsins.

Macron-hjónin voru hin hressustu. Fréttablaðið/Getty

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, leit við á æfingasvæði franska landsliðsins, Clairefontaine, í gær og heilsaði upp á leikmenn liðsins.

Franska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Macron tók í spaðann á stjörnum prýddu liði Frakka og hann og eiginkona hans, Birgitte Macron, stilltu sér svo upp á mynd með franska liðinu.

Frakkar mæta Bandaríkjamönnum í vináttulandsleik á laugardaginn og halda svo til Rússlands.

Frakkland er í riðli með Ástralíu, Perú og Danmörku. Fyrsti leikur Frakka á HM er gegn Áströlum 16. júní.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

HM 2018 í Rússlandi

Blatter spáir því að Nígería komi á óvart í sumar

Auglýsing