HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

Fréttablaðið telur niður í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Argentínumönnum á Otkritie vellinum í Moskvu 16. júní. Niðurtalning hófst 23 dögum fyrir fyrsta leik en 23 leikmenn eru í íslenska HM-hópnum.

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði eitt mark í undankeppni HM 2018. Fréttablaðið/Halldór Baldursson

Fréttablaðið telur niður í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Argentínumönnum á Otkritie vellinum í Moskvu 16. júní. Niðurtalning hófst 23 dögum fyrir fyrsta leik en 23 leikmenn eru í íslenska HM-hópnum.

Á hverjum degi fram að fyrsta leik birtist mynd af íslenskum landsliðsmanni sem Halldór Baldursson teiknar á forsíðu Fréttablaðsins.

Þrettándi leikmaðurinn sem birtist á síðum Fréttablaðsins er Björn Bergmann Sigurðarson, 27 ára gamall framherji rússneska liðsins Rostov.

Björn Bergmann er uppalinn á Akranesi en hefur leikið erlendis frá árinu 2009. Hann hefur verið á mála hjá Lilleström, Wolves, Molde, FC Köbenhavn og Rostov á níu ára löngum atvinnumannaferli sínum. 

Björn lék með yngri landsliðum Íslands, en hann skoraði tvö mörk í sjö leikjum sínum fyrir U-19 ára landsliðið og síðan fjögur mörk í jafn mörgum leikjum fyrir U-21 árs landslðið. 

Hann lék svo sinn fyrsta A-landsleik gegn Kýpur í undankeppni EM 2012 í nóvember árið 2011 og eina mark hans fyrir A-landsliðið koma í 2-1 sigri gegn Kósóvó á útivelli í undankeppni HM 2018 í lok mars árið 2017. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

HM 2018 í Rússlandi

Blatter spáir því að Nígería komi á óvart í sumar

Auglýsing