HM 2018 í Rússlandi

Sané skilinn eftir heima hjá Þjóðverjum

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá 23 leikmenn sem eiga að freista þess að verja titilinn fyrir þýska liðið á heimsmeistaramótinu sem hefst í Rússlandi síðar í þessum mánuði.

Joachim tilkynnir leikmannahóp Þýskalands á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá 23 leikmenn sem eiga að freista þess að verja titilinn fyrir þýska liðið á heimsmeistaramótinu sem hefst í Rússlandi síðar í þessum mánuði.

Athygli vekur að Leroy Sené leikmaður nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, hlýtur ekki náð fyrir augum Löw og er ekki í leikmannahópi þýska liðsins.

Auk Sané detta Bernd Leno, markvöður Bayer Leverkusen, og Jonathan Tah, samherji Leno hjá Bayer Leverkusen, og Nils Petersen, framherji Freiburg, úr 27 manna æfingahópi Þjóðverja.

Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sem hóf nýverið að spila aftur eftir meiðsli og stóð í marki þýska liðsins þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Austurríki í vináttulandsleik um helgina fer með Þýskalandi á HM í Rússlandi.

Hér að ofan er leikmannahópur þýska landsliðsins sem fer á HM. Mynd/twitter-síða Þýskalands

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

Auglýsing