HM 2018 í Rússlandi

Tíu aulalegustu augnablik HM-sögunnar

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla er uppfullt af eftirminnilegum augnablikum og við rifjum hér upp þau tíu atvik sem fyrst koma upp í hugann þegar kemur að vandræðalegum augnablikum á mótinu.

Maradona leiddur af velli í Bandaríkjunum í bókstaflegri merkingu. Fréttablaðið/Getty

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla er uppfullt af eftirminnilegum augnablikum. Nú er rúm vika í fyrsta leik á mótinu sem fram fer í Rússlandi að þessu sinni. 

Knattspyrnumenn hafa vissulega oft og tíðum sýnt glæsileg tilþrif, en þau verði lögð til hliðar um stundarsakir.  

Við rifjum hér upp þau tíu atvik sem fyrst koma upp í hugann þegar kemur að vandræðalegum augnablikum á mótum eða í kringum mótið.

1. Varnamaður Zaír full fljótur á sér árið 1974

Zaír hélt til Vestur-Þýskalands árið 1974 með miklar væntingar um gott gengi á heimsmeistaramótinu eftir gott gengi liðsins í undankeppni Afríkuþjóða og Afríkukeppninni. Þegar ljóst var að liðið myndi ekki standast þær vonir landans gaf Mobutu Sese Seko, einræðisherra landsins, út þau boð að leikmenn liðsins væru ekki velkomnir aftur til heimalandsins ef þeir myndu tapa með meira en fjórum mörkum gegn ógnarsterku liði Brasilíu sem átti titil að verja. Brasilía fékk aukaspyrnu á hættulegum stað í stöðunni 2-0 og nokkrar bollaleggingar áttu sér stað á meðal leikmanna brasilíska liðsins um það hver ætti að taka aukaspyrnuna. Einum varnarmanni Zaír leiddist þófið, hljóp úr varnarvegg liðsins, þrumaði boltanum í burtu og tafði leikinn þar af leiðandi um nokkurn tíma og minnkaði líkurnar á brottvísun frá ættjörð sinni. 

2. Gary Lineker verður brátt í brók árið 1990

Gary Lineker lagði sig allan fram í nágrannaslag Englands og Írlands á heimsmeistaramótinu sem Ítalía sá um að halda árið 1990. Þegar Lineker er að reyna að brjótast framhjá varnarmanni Íra notar hann alla sína krafta og leysir úr læðingi saur sem hann hafði haldið í sér í leiknum. Lineker hélt hins vegar kúlinu þokkalega, þurrkaði saurinn eins langt og það náði og hélt leik áfram. Lineker skoraði mark enska liðins í 1-1 jafntelfi og markið fékk enska stuðningsmenn til þess að gleyma glappaskoti enska framherjans. 

3. Diana Ross missir algerlega marks árið 1994. 

Poppdívan Diana Ross var fengin til þess að troða upp á opnunarhátíð heimsmeistaramótsins sem fram fór í Bandaríkjunum árið 1994. Hún söng með ágætum, en til þess að trompa atriðið var hugmyndin að hún myndi skora mark úr spyrnu af tiltörulega stuttu færi og markið myndi splúndrast í tvennt við það að fara í markið og opna leik fyrir næsta áfangastað. Diana Ross hafði lagt meiri tíma í að æfa söngatriðið en spyrnutæknina og hitti ekki markið sem fór þó í sundur eins og áætlað hafði verið.

Redondo var umhugað um fagra lokka sína. Fréttablaðið/Getty

4. Maradona gripinn glóðvolgur árið 1994

Diego Armando Maradona, dáðasti sonur Argentínu, ætlaði svo sannarlega að bæta upp fyrir vonbrigðin frá því lúta lægra haldi gegn Vestur-Þýskalandi í úrslitum árið 1990 og svaraði kalli þjóðarinnar um að leiða liðið til sigurs í Bandaríkjunum árið 1994. Maradona var í einkaþjálfun hjá bandaríska spretthlauparanum Ben Johnson í aðdraganda mótsins, en þegar á mótinu stóð kom í ljós að hann hefði stytt sér leið í áttinni að góðu líkamlegu atgervi sínu. Maradona lék á als oddi í glæsilegum sigri argentínska liðsins gegn Grikkjum sem stóðu eins og myndastyttur á meðan argentínska goðið lék listir sínar. Þegar Maradona fagnaði snotru marki sínu fagnaði hann með því að horfa framan í heiminn með glampa í augunum sem gáfu til kynna að hann væri undir áhrifum frammistöðubætandi lyfja. Maradaona var leiddur í lyfjapróf eftir leikinn og þar fékkst staðfest að grunur knattspyrnuáhugmanna um víða veröld var á rökum reistur.  

This is a caption for the image above that in theory should be more than one line deep and stuff

5. Neitaði að láta snoða sig og var ekki valinn árið 1998  

Argentína fóru heim með skottið á milli lappana frá mótinu í Bandaríkjunum árið 1994 og Daniel Passarella var fenginn til þess að reisa liðið við. Passarella ákvað frá fyrsta degi að koma almennilegum aga á villta leikmenn argentínska liðsins og ein af reglum hans var sú að þeir leikmenn sem hefðu sítt hár þyrftu að skerða hár sitt. Þetta olli því að Hernan Crespo var valinn fram yfir Gabriel Batistuta sem lét síðan undan og stytti hár sitt. Hinn snjalli miðvallarleikmaður, Redondo, var hins vegar ekki á því að fórna lúkkinu fyrir sæti í landsliðinu og var því ekki valinn í liðið í undakeppni mótsins í Frakklandi árið 1998 og fór síðan ekki með til Frakklands vegna langra lokka sinna.  

6. Rivaldo hendir sér í jörðina árið 2002. 

Brasilía og Tyrkland mættust í riðlakeppni HM sem haldin var í Suður-Kóru og Japan árið 2002. Rivaldo, ein af stóru stjörnunum í brasilíska liðinu, og afbrags góður sóknartengiliður liðsins, gabbaði suður-kóreskan dómara leiksins til þess að vísa Hakan Ünsal, leikmanni tyrkneksa liðsins af velli. Hakan Ünsal sparkaði vissulega boltanum í átt að Rivaldo sem fékk boltann í lærið. Rivaldo lét sem boltann hefði stungist eins og byssukúla í hnéð og hélt í þokkabót um andlitið á sér. Aumkunaarverð dýfa hjá Rivaldo. 

Rivaldo liggur sárþjáður á vellinum í Suður-Kóreu. Fréttablaðið/Getty

7. Sigurmark olli útskúfun hjá félagsliðinu árið 2002. 

Leikur Suður-Kóreu og Ítalíu í útsláttarkepni á mótinu sem haldið var í Suður-Kóreu dró svo sannarlega dilk á eftir á sér. Eftir leik sem var fullur af umdeildum atvikum ekvadóríski dómarinn Byron Moreno var svo sannarlega í sviðsljósinu vegna vafasamrar dómgæslu sinnar skoraði Ahn Jung-hwan markið sem sendi Ítali heim og heimamenn áfram. Ahn-Jung-hwan var á mála hjá ítalska liðinu Perugia á þessum tíma, en ítalska félagið var síður en svo ánægður með fyrrnefnt framtak suður-kóreska framherjans og leysti hann samstundis undan samningi sínu við félagið.

8. Poll veitti króatískum fauta endurtekna áminningu árið 2006 

Enski dómarinn Graham Poll sá fyrir að setjast í helgan stein eftir vel heppnaða dómgæslu sína á stærsta sviði knattspyrnunnar á heimsmeistaramótinu sem Þjóðverjar héldu árið 2006. Poll var að dæma leik Króata gegn Ástralíu og var heitt í kolunum. Josip Simunic, varnarmaður Króatíu, sem á ættir að rekja til Ástralínu, var sérstaklega heitt í hamsi að mati Poll sem áminnti hann með gulu spjaldi þrisvar sinnum áður en hann vísaði honum að velli með rauðu spjaldi. Atvikið varð til þess að spjaldagleði rússneska dómarans Valentin Ivanov í hörðum leik Portúgala og Hollendinga fengi minni athygli en ella.  

9. Verkfall franska liðsins árið 2010

Mótið í Suður-Afríku er keppni sem Frakkar vilja alls ekki rifja upp. Þá ekki vegna hinna ofboðslega leiðinlegu vuvuzela-lúðra sem settu glataðan svip á mótið fyrir sjónvarpsáhorfendur í það minnsta. Franska liðið stóð sig illa í keppninni og eins og Frökkum er von og vísa fóru leikmenn í verkfall til þess að mótmæla meintu ofríki Raymond Domenech, þjálfara liðsins. Nicolas Anelka lenti upp á kant við Domenech í tapi liðsins gegn Mexíkó og var sendur heim. Leikmenn stóðu með samherja sínum og á æfingu daginn eftir tapið tilkynnti Patrice Evra að leikmenn myndu ekki æfa. Þeir leikmenn sem studdu Domenech í málinu mættu svo til leiks þegar liðið tapaði fyrir gestgjöfum keppninnar og fullkomnuðu niðurlægingu sína. 

10. Luis Suárez fær skyndilega tannpínu árið 2014. 

Luis Suárez var í örvæntingafullir leit að leið til þess að komast nær marki ítalska liðsins þegar liðin áttust við í Brasilíu árið 2014. Giorgio Chiellini hafði gert Suárez lífið leitt í leiknum og Suárez sá þann eina kost í stöðunni að bíta Chiellini í öxlina til þess að auka rými sitt í vítateig Ítala. Úrúgvæski framherjinn áttar sig á því að hann hafi farið yfir strikið, en reynir í örvæntiinu að láta líta út fyrir að hann hafi lent óvart í árekstri við öxl ítalska varnarjálksins og heldur sárkvalinn um framtennur sínar. Suárez slapp ekki við arm laganna og var hent í sturtu þar sem hann gat hugað að tannmeiðslum sínum. 

Luis Suárez ber sig aumlega eftir að hafa nartað í Chiellini. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Níu dagar í fyrsta leik Íslands á HM

HM 2018 í Rússlandi

Gylfi byrjar á morgun og verður fyrirliði

HM 2018 í Rússlandi

Macron-hjónin heimsóttu frönsku leikmennina

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Hópurinn valinn: Gísli og Aron Rafn ekki með til Litháen

Enski boltinn

United staðfestir komu Diogo Dalot frá Porto

Enski boltinn

Willian ósáttur með hlutverk sitt í vetur

Enski boltinn

Komst ekki í hóp hjá Nígeríu en er orðaður við Liverpool

HM 2018 í Rússlandi

Butland í markinu gegn Kosta Ríku

HM 2018 í Rússlandi

Blatter spáir því að Nígería komi á óvart í sumar

Auglýsing