Tímamót

Heillaðist af eyjunum

Út er komin ferðamannahandbókin Ævintýraeyjan Tenerife eftir Snæfríði Ingadóttur en þetta er fyrsta bókin á íslensku um eyjuna sem Íslendingar eru svo sólgnir í. Þetta er önnur bókin hennar á þessu vori og sú sjöunda alls.

Snæfríður kominn með bókina í hendur en hún byrjaði að fara til Tenerife fyrir um fimm árum í gegnum íbúðaskipti.

Ég veit ekki betur en að þetta sé fyrsta bókin á íslensku um Kanaríeyjar sem hefur verið uppáhalds áfangastaður Íslendinga í öll þessi ár. Það eru ekki margar ferðamannahandbækur á íslensku,“ segir Snæfríður Ingadóttir sem hefur gefið út bókina Ævintýraeyjan Tenerife, stór ævintýri á lítilli eyju.

Bókin er 144 blaðsíður og er uppfull af fróðleik og skemmtilegum hugmyndum að ýmsu áhugaverðu sem vert er að skoða og upplifa á Tenerife. Snæfríður hóf að venja komur sínar til Kanaríeyja fyrir um fimm árum í gegnum íbúðaskipti en hún er einmitt nýbúin að gefa út bók um þann valkost. „Þetta er sjöunda bókin sem ég gef út, önnur á þessu vori og sú fyrsta sem er á íslensku um Tenerife að því er ég best veit,“ segir hún kát.

Leyndardómar Tenerife eru kynngimagnaðir og ekki allir sem njóta hennar til fulls.

Kanaríeyjar eru sjö talsins en Snæfríður og fjölskylda hennar hafa heillast sérstaklega af Tenerife og ætla þau að dvelja þar allan næsta vetur. „Börnin fara í skóla og við hjónin ætlum að læra spænsku og lenda í ævintýrum,“ segir Snæfríður og heldur áfram: „Undanfarin fimm ár höfum við alltaf farið til Kanaríeyja í minnst mánuð í einu. Við byrjuðum að fara í gegnum íbúðaskipti sem er sérlega hagstætt fyrir barnafólk því þá er ekkert greitt fyrir gistingu. Á þessum ferðalögum höfum við gist á öðrum stöðum en hinn venjulegi ferðamaður og erum oftast innan um heimamenn. Þá höfum við líka oft fengið skemmtileg tips frá heimamönnum á þessum ferðalögum okkar. Handbókin um Tenerife er byggð á þessum upplifunum okkar og segir frá því sem mér finnst vert að deila áfram til annarra Íslendinga sem vilja upplifa pýramída, regnskóg, góðar gönguleiðir, flóamarkaði, náttúrulaugar og annað skemmtilegt sem þessi eyja hefur upp á að bjóða.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Fyrsta blaðagreinin eftir íslenska konu birt

Tímamót

Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Blóðbað á Torgi hins himneska friðar

Tímamót

Stefán Karl af líknar­deild: „Þetta er eins og lífið er“

Minningargreinar

Júlíus Jónasson

Tímamót

90 ár frá stofnun Mæðrastyrksnefndar

Merkisatburðir

Flugvél Air France hrapaði í Atlantshafið

Tímamót

Sýningin Svartmálmur í skoti Ljósmyndasafnsins

Auglýsing